en English is Íslenska

Thesis (Master's)

Bifröst University > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/29715

Title: 
 • Title is in Icelandic Gerðu það sjálf/ur! Leiðarvísir að árangursríkri starfsemi á alþjóðamörkuðum með netvöngum
 • Do it yourself! Guidance to successful operations in international markets with net platforms
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Bætt samskipti og samgöngur hafa í senn gert heiminn aðgengilegri og um leið minni í þeirri merkingu að við höfum meira og betra aðgengi að honum. Alþjóðaviðskipti hafa alla tíð verið mikilvægur þáttur í íslensku atvinnulífi. Samkvæmt helstu kenningum er alþjóðavæðingarferlinu lýst sem löngu hægfara þróunarferli þar sem fyrirtæki fara stig af stigi inn á nýja erlenda markaði.
  Mitt í miðju á tækni- og samfélagsþróun nútímans er fyrirbærið stafrænn vettvangur eða netvangar (e. platform). Netvangar (e. digital platform) er stafræn tækni sem hefur brúað bilið milli heimsálfa og gert tíma og vegalengdir að afstæðum stærðum. Netvangar eru meðal annars samfélagsmiðlar, efnisveitur og söluvefir.
  Rannsóknin er tilviksrannsókn (e. case study) sem byggir á eigindlegum aðferðum (e. qualitative research methods). Rannsókninni er ætlað að sýna fram á hvernig íslensk fyrirtæki nýta og geta nýtt sér netvanga til þess að starfa á alþjóðamörkuðum, hvernig það er gert og með hvaða mögulega árangri. Með því að rannsaka sex ólík tilvik er hægt að sækja upplýsingar sem nýta má sem leiðarvísi að árangursríkri leið til alþjóðavæðingar með netvöngum.
  Helstu niðurstöður eru þær að netvangar geta flýtt fyrir alþjóðavæðingarferli lítilla og meðalstórra íslenskra fyrirtækja með meiri nálægð við markaðinn, betri samskiptum og tengingu við skilgreinda markhópa. Varast skal að líta á heiminn sem eitt markaðssvæði og ekki er nauðsynlegt að vera á öllum netvöngum í einu. Fyrirtæki á fyrirtækjamarkaði (e. business to business), svo kölluðum B2B markaði, ættu að haga markaðsstarfsemi sinni eins og ef þau væru á neytendamarkaði (e. business to consumer), svo kölluðum B2C markaði. Þannig næst betri stjórn á vörunni og betri staðfærsla (e. positioning) á erlendum mörkuðum. Stöðluð markaðsstefna nýtist svo sem stoðgrind fyrir samstarfsaðila og umboðsmenn.

Accepted: 
 • Feb 27, 2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29715


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Hafsteinn_Eyland_MS_Lokaverkefni.pdf1.77 MBOpenComplete TextPDFView/Open
Útdráttur.pdf9.99 kBOpenPDFView/Open