is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29717

Titill: 
 • Heilsueflandi samfélag : innleiðingarferli í opinberum rekstri
 • Titill er á ensku A Healthy Sociey : implementation in the public sector
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Nokkur sveitarfélög á landinu hafa stigið fyrsta skrefið og skrifað undir samstarfsyfirlýsingu við Embætti landlæknis um verkefnið heilsueflandi samfélag. Rekstur opinberra stofnanna byggir á forskriftarnálgun þar sem breytingar fara í gegnum mikið skrifræði. Það er mikilvægt að skýr markmið og framtíðarsýn haldi vel utan um þau verkefni sem unnið er að í stefnumótuninni og að þau endurspegli á einhvern hátt stefnu sveitarfélaganna í heild sinni. Opinber rekstur byggir fyrst og fremst á því að veita grunnþjónstu til íbúa óháð hagnaði og er því um samfélagslega þjónustu að ræða (Lynch, 2015). Heilsueflandi stefnumótun ýtir undir þverfaglegt samstarf hagsmunaaðila innan sveitarfélaganna sem ætti að efla og auka við þekkingu og fræðslu þegar til lengri tíma er litið.
  Markmið þessarar rannsóknar er að kanna stöðu innleiðingar heilsueflandi samfélags meðal sex sveitarfélaga á landinu. Tekin voru eigindleg viðtöl við einstaklinga sem starfa innan sveitarfélaga sem hafa nú þegar skrifað undir samning við Embætti landlæknis. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að þrátt fyrir göfug verkefni hafa sveitarfélögin ekki gefið sér nægilegan tíma til þess að undirbúa og framkvæma innleiðingu heilsueflandi samfélags á faglegan hátt. Fáir hafa sett sér markmið og er því framtíðarsýn takmörkuð við það. Nokkuð er um hindranir í innleiðingarferli og má þá helst nefna tímaskort, skort á fjármagni og erfiðleika við að ná til samfélagsins. Niðurstöðurnar gefa til kynna fylgni á milli skorts á markmiðasetningu og framtíðarsýnar og stöðu verkefnanna innan einstaka sveitarfélaga.
  Lykilhugtök: Heilsueflandi samfélag, stjórnsýsla, breytingastjórnun, innleiðing.

 • Útdráttur er á ensku

  A number of local communities in Iceland have completed the first step and signed a co-operation with the Directorate of Health called „A Healthy Society“.
  The operation of public institutions is based on a prescriptive approach as changes need to undergo considerable bureaucracy. It is, therefore, very important that clear goals and a vision bring together the tasks that are being implemented, and that they somehow reflect the overall puplic strategy.. Public institutions are based primarily on providing basic services to stakeholders regardless of profits, and therefore, they provide sociological service (Lynch, 2015). Health based strategies promote interdisciplinary co-operation between stakeholders within society, which should promote and enhance knowledge and education in the long run.
  The aim of this study is to investigate the status of the implementation of the project „A Healthy society“ within six different local communities in Iceland. Qualitative interviews were taken with individuals working for the communities that have already signed an agreement with the Directorate of Health. The results of the study indicate, that in spite of noble tasks, the communities have not provided enough time for preparing a professional implementation of the task „A Healthy Society“. Only few have set goals, thus limiting their vision for the future. There are some obstacles in the process of the implementation, such as lack of time, financial resources and difficulty in getting attention within the community. The results indicate a correlation between the lack of goal setting, lack of vision and the status of the project in each community.
  Keywords: Healthy society, public sector, change management, implementation.

Samþykkt: 
 • 27.2.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29717


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HelgaKrSæbjörnsdóttir_ML_lokaverk.pdf1.54 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna