is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29718

Titill: 
 • Forritunarkennsla á grunnskólastigi : stuðningur við sjálfsnám forritunarkennara
 • Titill er á ensku Program teaching in elementary education : support for programming teachers self-study
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Meginmarkmið verkefnisins er að hanna leiðbeiningarbækling fyrir kennara sem kenna forritun eða hafa áhuga á að kenna forritun. Í því skyni var skoðað hvaða aðstoð forritunarkennarar á grunnskólastigi teldu sig þurfa og hvernig væri æskilegast að hún væri sett fram. Forritunarkennarar á grunnskólastigi, sem höfundur ræddi við, töldu sig vanta leiðbeiningar sem gætu nýst þeim í sjálfsnámi.
  Reynt var að meta:
  1.Hvernig símenntun er háttað hjá forritunarkennurum í grunnskólum.
  2.Við hvað telja forritunarkennarar sig þurfa mesta aðstoð.
  3.Hvernig aðstoð telja forritunarkennarar í grunnskólum sig þurfa að fá.
  Bæklingur var svo saminn með hliðsjón af þessum viðtölum, athugun á fræðigreinum um forritunarkennslu og einnig var námskeið skoðað hjá fyrirtæki í tengslum við forritun í kennslu.
  Verkefnið samanstendur því af leiðbeiningarbæklingi, sem hugsaður er fyrir grunnskólakennara sem kenna forritun, og greinargerð um gerð bæklingsins. Leiðbeiningar eru settar fram í bæklingnum og fjallað um hvar hægt væri fyrir kennara að nálgast upplýsingar um kennsluefni. Í bæklingnum eru ábendingar og dæmi um kennsluaðferðir fyrir forritunarkennslu, ásamt ábendingum um kennsluefni í forritun sem bæði kennarar og nemendur geta nýtt sér. Einnig eru ýmsir fróðleiksmolar um forritun.
  Í greinargerð þessa verkefnis er farið yfir stöðu forritunarkennslu í íslenskum grunnskólum fram yfir mitt ár 2017, umfjöllun um forritun í fræðiritum, ásamt sögu og mikilvægi forritunar í kennslu og atvinnulífi. Jafnframt er fjallað um þróun forritunarkennslu í nágrannalöndum okkar og auknar áherslur sem þar eru lagðar á forritunarkennslu.
  Afrakstur þessa verkefnis er leiðbeiningarbæklingur, hugsaður sem stuðningur við starfsmenntun almennra kennara sem hafa tekið að sér kennslu í forritun og skref í áttina að öflugri forritunarkennslu.

 • Útdráttur er á ensku

  The main purpose of the project is to create guidelines for self-study for teachers who teach programming or are interested in teaching programming. The project initial planning involved observation of which support programming teachers in elementary schools assume they need and how that should be provided.
  The focus was on:
  1.How programming teachers practice their self-study in elementary schools.
  2.On which subject programming teachers consider they need most assistance.
  3.What kind of support do programming teachers in elementary schools consider necessary.
  The project consists of a guide booklet designed for elementary school teachers who teach programming and report on the subject. The booklet sets out instructions and discusses where teachers could access information about teaching materials.
  The report of this project examines the status of programming instruction, discussion of programming in seminars, history and importance in teaching and industry. Primary school teachers who are responsible for programming courses are rarely educated in computer science and are therefore often insecure about how and what steps they can take to build their programming skills.
  The outcome of this project is a guide book, intended as support for vocational education for teachers, and a step toward more effective programming.

Athugasemdir: 
 • Fylgiskjöl: Leiðbeiningabæklingur fyrir forritunarkennara á grunnskólastigi
Samþykkt: 
 • 27.2.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29718


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Forritunarkennsla á grunnskólastigi - greinagerð.pdf1.44 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.01.2018.pdf191.22 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Forritunarkennsla á grunnskólastigi - bæklingur.pdf1.83 MBOpinnLeiðbeiningarbæklingur fyrir forritunarkennara á grunnskólastigiPDFSkoða/Opna