en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/29719

Title: 
 • Title is in Icelandic Fjölþætt heilsurækt í Rangárþingi eystra : mat á afkastagetu og hreyfifærni eldri aldurshópa, fyrir og eftir 12 vikna íhlutun
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Regluleg hreyfing er öllum einstaklingum nauðsynleg til að viðhalda góðri heilsu. Með reglulegri hreyfingu eldri einstaklinga má seinka öldrunareinkennum samhliða því að bæta lífsgæði. Hún getur einnig komið í veg fyrir ýmis langvarandi heilsufarsvandamál, sem fylgja öldrun, eins og hreyfiskerðingu, byltur, minnkandi afkastagetu, minnkun á liðleika og þoli, hækkun á blóðþrýstingi og getu til að sinna athöfnum daglegs lífs.
  Helstu markmið þessarar rannsóknar var að kanna afkastagetu, hreyfifærni og líkamssamsetningu hjá einstaklingum sextíu ára og eldri (60+) eftir tólf vikna íhlutun sem samanstóð af þol- og styrktarþjálfun auk fræðsluerinda. Þá var markmiðið einnig að kanna áhuga þátttakenda á frekari heilsueflingu.
  Þátttakendur voru mældir í upphafi og aftur að lokinni tólf vikna þjálfun. Helstu breytur, sem voru mældar, voru þessar: blóðþrýstingur, hvíldarpúls, líkamsþyngdar-stuðull, styrkur, liðleiki, hreyfifærni og þol. Að auki voru lagðir fyrir spurningalistar um heilsufar og áhuga á verkefninu.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að jákvæður munur var á blóðþrýstingi og hlutfalli mittis- og mjaðma (WHR) hjá þátttakendum að lokinni tólf vikna þjálfun. Hreyfifærni og afkastageta færðist marktækt til betri vegar á tímabilinu þar sem munur kom í ljós á liðleika, hreyfigetu, styrk í efri og neðri líkama, þoli, gönguvegalengd og daglegri hreyfingu við lok íhlutunartímabils. Þegar niðurstöður hópsins voru bornar saman við viðmið sem sett eru fram með tilliti til aldurs og kyns kom í ljós að hann var nokkuð fyrir neðan þau, bæði fyrir og eftir íhlutun. Að tímabili loknu vildu um 80% þátttakenda halda áfram markvissri þjálfun.
  Niðurstöður þessa rannsóknarverkefnis eru í takt við aðrar rannsóknir um mikilvægi skipulagðrar þjálfunar fyrir eldri aldurshópa undir handleiðslu fagaðila. Þær sýna að íhlutun af þessum toga gæti haft þau áhrif að þau auðveldi einstaklingum að sinna athöfnum daglegs lífs og gefa vísbendingu um að þeir geti dvalist lengur í sjálfstæðri búsetu með áframhaldandi þjálfun. Því væri æskilegt að gefa öllum eldri einstaklingum landsins kost á þátttöku í heilsueflingu af þessum toga þar sem gera má ráð fyrir því að sú starfsemi vinni gegn kyrrsetu lífsstíl og minnki þar með líkur á snemmbærri innlögn á dvalar- og hjúkrunarheimili landsins.

 • Regular exercise is important for everyone to maintain good health. Regular exercise delays ageing and, at the same time, it increases the quality of life. It can also prevent various chronic health problems that often affect the old people such as mobility impaired, falling, less productivity, decreased agility and endurance, hypertension and ability to take care of daily routines.
  The main aim of this study was to explore the productivity, mobility and body composition of individuals at the age of 60 years and older (60+) after a twelve week intervention consisting of exercises for stamina and strength as well as attending lectures. The aim was also to study the interest of the participants in further health promotion. The participants were measured at the beginning of the twelve weeks intervention and again at the end of the training period. The main variables measured were: blood pressure, resting heart rate, body mass index (BMI), strength, agility, mobility, and stamina. Participants were also given questionaires on their health and their interest in the project.
  The main results of the study show that at the end of the twelve week period of exercising, blood pressure and waist and hip ratio (WHR) decreased. Mobility and productivty improved significantly during the period i.e. an improvement in agility, mobility, upper and lower body strength, stamina, walking distance and daily movement. On average, both before and after the intervention period, the group was below the criteria set for age and sex. At the end of the exercising period, 80% of the participants were interested in further disciplined training.
  The results of the research project are in concordance with other studies on the importance of organised training for old people under the guidance of professional trainers. Studies show that this approch can make it easier for the individual with daily routines and they also indicate that people will be able to reside longer in their own home if they continue to exercise on a regular basis and improve health wise. Therefore, every old people in Iceland should be given the opportunity to exercise reglularly, to facilitate longer independent living in the community.

Accepted: 
 • Feb 27, 2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29719


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Aníta Þorgerður Tryggvadóttir - MEd-lokaverkefni - 30.01.2018 - Lokaútgáfa..pdf6.02 MBOpenComplete TextPDFView/Open
Aníta Þorgerður - M.Ed lokaverkefni - yfirlýsing fyrir skemmu.pdf1.12 MBLockedYfirlýsingPDF