is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29721

Titill: 
  • ,, Mamma mín myndi mjög líklega segja já, en ég....” : samanburður á mati barna og mæðra þeirra á áhrifaþáttum hegðunarvanda
  • Titill er á ensku ″My mother would probably say yes but I...!“ : analysis of child and mother agreement on the influencing factors and function of children‘s problem behavior
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um niðurstöður rannsóknar á samanburði á upplifun barna og mæðra þeirra á áhrifaþáttum erfiðrar hegðunar barnanna. Með því að taka viðtöl við börnin og mæður þeirra var leitað svara við rannsóknarspurningunni: Að hve miklu leyti eru börn og mæður þeirra sammála um lýsingu á þeirri hegðun sem veldur erfiðleikum og áhrifaþáttum hennar (bakgrunnsáhrifavöldum, aðdraganda og afleiðingum)?. Markmiðið var að skoða hvort upplýsingar um mat á áhrifaþáttum hegðunar sem börnin veittu voru sambærilegar og mæður þeirra tjáðu eða hvort þær voru ólíkar. Einnig var markmiðið að meta upplifun barnanna og mæðra þeirra af virknimatsviðtölunum. Þátttakendur voru sex börn og mæður þeirra. Börnin, fjórir drengir og tvær stúlkur, á aldrinum sjö til þrettán ára, voru í innlögn á legudeild barna- og unglingageðdeildar Landspítala (BUGL) á meðan á rannsókn stóð. Við gagnaöflun voru tekin virknimatsviðtöl sem notuð voru til að ákvarða hvaða hegðun olli mestum vanda, bakgrunnsáhrifavalda, aðdraganda, afleiðingar og tilgang erfiðu hegðunarinnar. Tekin voru sambærileg hálfopin viðtöl við börn og mæður. Gagnaöflun fór fram á legudeild BUGL á tímabilinu janúar til desember 2016. Stuðst var við blandaða rannsóknaraðferð til að geta túlkað og unnið með niðurstöður á fjölbreyttan hátt. Viðtalsgögnin voru þemagreind og innihaldsgreind þar sem eigindlegum gögnum var kerfisbundið umbreytt í megindleg gögn. Niðurstöður voru settar upp með lýsandi tölfræði. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að samræmi í mati barnanna og mæðra þeirra á áhrifaþáttum hegðunar var nokkuð hátt, eða 59% að meðaltali. Börnin og mæður þeirra voru að mestu sammála um hvaða hegðun var krefjandi, hvenær mestar/minnstar líkur væru á hegðuninni og hvaða afleiðingar fylgdu í kjölfarið. Aftur á móti var mat barnanna og mæðra þeirra á bakgrunnsáhrifavöldum og tilgangi erfiðrar hegðunar ólíkt. Niðurstöður benda í svipaða átt og fyrri sambærilegar rannsóknir erlendis. Aðspurð um virknimatsviðtalið sjálft, sögðu börnin og mæður þeirra að þeim hafi fundist viðtalið gagnlegt og gæti nýst öðrum fjölskyldum á legudeild BUGL.

  • Útdráttur er á ensku

    Functional behavioral assessment (FBA) is conducted to identify function and causes that influence behavior. Treatment of problem behavior which involves children with severe emotional and behavioral disabilities has been guided through this strategy. The use of these children as informants in the process has been extended with positive results in the outcome of problem behavior and involvement of the child. The present study assessed functional behavioral assessment interviews as a tool to gather information directly from the children regarding their behavior. Informants were inpatient clients with severe emotional and behavioral problems. Agreement was examined between children and their mothers. Results showed high agreement on the definition of target behavior, antecedents and consequences of problem behavior, medium agreement on function of the problem behavior and low agreement about setting events. Participants found the interview to be useful for better understanding the cause and function of the problem behavior. They also agreed that the interview did not cause any discomfort or was inappropriate in any way. Limitations of these findings are discussed.

Samþykkt: 
  • 27.2.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29721


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stefanía Dögg Jóhannesdóttir lokaskil 30 janúar tilbúið.pdf1.52 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Stefanía_D_Jóhannesdóttir_Yfirlýsing tilbúin.pdf260.33 kBLokaðurYfirlýsingPDF