Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29726
Viðfangsefni þessarar rannsóknar er munnleg frásagnarhæfni grunnskólabarna sem hafa íslensku sem annað mál (ísl2). Munnleg frásagnarhæfni er grunnur að merkingarbærum samskiptum milli fólks og undirstaða ritunarfærni. Að segja sögu gefur því góða mynd af málþroska einstaklinga (Dickinson og Tabors, 2001; Snow og Tabors, 1993) og getu þeirra til að tjá sig með tungumálinu (Hrafnhildur Ragnarsdóttir, 2004). Markmið rannsóknarinnar voru að skoða frásagnarhæfni ísl2 barna, hvort hún tengist dvalartíma þeirra, aldri og íslenskum orðaforða (ísl-PPVT), og einnig að bera saman frásagnarhæfni þessa nemendahóps við jafnaldra sem eiga íslensku sem móðurmál (ísl1). Þátttakendur voru 183 talsins í fjórða og sjötta bekk grunnskóla: 88 ísl2 (48 í fjórða bekk og 40 í sjötta bekk) og 95 ísl1 nemendur (42 í fjórða bekk og 53 í sjötta bekk). Upplýsingasöfnun fór fram með þeim hætti að börnin voru beðin um að segja sögu út frá myndasögunni Frog, where are you? (Mayer, 1969) og voru frásagnirnar teknar upp á hljóðband. Frásagnir barnanna voru afritaðar og greindar með Málgreini (Jóhanna T. Einarsdóttir og Jón Benediktsson, 2014). Unnið var úr gögnunum með því að skoða heildarfjölda orða (HFO), fjölda mismunandi orða (FMO), heildarfjölda segða (HFS) og meðallengd segða (MLS). Íslenskur orðaforði var mældur með ísl-PPVT orðaforðaprófi (Valgerður Ólafsdóttir, 2011).
Niðurstöður sýndu að dvalartími hafði ekki áhrif á breytur sem teknar voru til skoðunar í frásögnum ísl2 þátttakenda og ekki var munur á ísl2 börnunum í fjórða og sjötta bekk. Auk þess sýndu niðurstöður ekki marktæk áhrif íslensks orðaforða ísl2 þátttakendanna á frammistöðu þeirra á frásagnaprófinu. Fylgni var þó jákvæð og marktæk á milli íslensks orðaforða þeirra og fjölda mismunandi orða sem þau notuðu. Ísl1 börnin voru marktækt hærri á heildarfjölda segða (HFS), heildarfjölda orða (HFO) og fjölda mismunandi orða (FMO). Ekki mældist marktækur munur á milli ísl2 og ísl1 barnanna í meðallengd segða (MLS).
Niðurstöður rannsóknarinnar styðja fyrri rannsóknir sem sýnt hafa að færni ísl2 nemenda í íslensku er lakari en ísl1 jafnaldra og þeir ná ekki nægilegum framförum á milli skólaára. Þess vegna þarf að veita þessum nemendahópi markvissa málörvun en þar leikur efling tjáningar mikilvægt hlutverk, að nemendurnir séu ekki aðeins að hlusta og lesa íslenskt mál heldur fái næg tækifæri til að tjá sig á íslensku. Frásagnir gegna mikilvægu hlutverki í því margþætta fyrirbæri sem tungumálaþroski er (Ukrainetz, Justice, Kaderavek, Eisenberg, Gillam & Harm, 2005).
The subject of this research are narratives of middle school children who have Icelandic as their second language (Ice2). Narratives, the subject of my research, are the foundation of meaningful discourse between people and an important foundation for writing skills. To tell a story, therefore, gives a good picture of one´s linguistic development (Dickinson og Tabors, 2001; Snow og Tabors, 1993) and the ability to express oneself with language (Hrafnhildur Ragnarsdóttir, 2004). The aim of this research is to compare narrative skills of this group with their peers who have Icelandic as their mother tongue (Ice1) in fourth and sixth grade of middle school. From a total of 183 participants, 88 were Ice2 (48 in fourth grade and 40 in sixth grade) and 95 Ice1 (42 in fourth grade and 53 in sixth grade). The children were asked to tell a story based on the picture book „Frog, where are you“ (Mayer, 1969). The narratives were tape-recorded and then analysed with the use of Málgreinir (Jóhanna T. Einarsdóttir og Jón Benediktsson, 2014). This analysis gave information about the total number of words, the total number of different words, the total number of utterances, and the mean length of utterances. Icelandic vocabulary was measured by Icelandic PPVT test.
The results showed that length of residence did not influence the variables examined in the narratives of the Ice2 participants, and no difference emerged between the fourth and the sixth graders. Secondly, Icelandic vocabulary of Ice2 children did not have any significant influence on their narrative test performance. However, the correlation between vocabulary measurement and the number of different words was positive. The Ice1 children’s scores were significantly higher in the total number of words, the total number of different words and the total number of utterances. The difference between Ice2 and Ice1 children was, however, not significant in the mean length of utterances.
The results of my research support the aforementioned research findings indicating insufficient progress in Icelandic among Ice2 learners. It is, therefore, necessary to give this group of children vaste opportunities to train their Icelandic language skills. Oral expression plays an important role as students should not only listen to and read the Icelandic language, they should also develop their proficiency in expressing themselves in Icelandic. Narratives play a major role in the complex process of language development (Ukrainetz, Justice, Kaderavek, Eisenberg, Gillam & Harm, 2005).
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Margrét Pálsdóttir. Lokaskil. Feb.2018.pdf | 1.35 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlýsing.pdf | 37.12 kB | Lokaður | Yfirlýsing |