is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29727

Titill: 
 • ,,Hann er hetjan sem þú þarfnast" : birtingarmynd kynjanna í teiknimyndum
 • Titill er á ensku “He is the hero you deserve” : gender manifestation in animated films
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er rannsakað hverjar birtingarmyndir kynjanna eru í teiknimyndum (e. animated films). Notast verður við kvikmyndir leyfðar innan níu ára aldurs en börn á þessum aldri eru ekki með þroska til þess að sjá faldar staðalímyndir, kynhlutverk og kynjamisrétti í kvikmyndum. Notast er við þemagreiningu (e. thematic analysis) þar sem sjö kvikmyndir eru greindar í mynstur, þær flokkaðar og túlkaðar. Þemagreiningin er síðan fléttuð saman við lykilhugtökin karlmennska og kvenleiki og við fyrri rannsóknir á kynhlutverkum og stöðluðum kynjaímyndum í kvikmyndum. Það er einkum stuðst við rannsóknir frá Geena Davis Institute on Gender in Media sem hafa lagt til mikla þekkingu á sviði kynjamisréttis í kvikmyndum síðastliðin þrettán ár. Einnig verður dægurmenningin skoðuð á sviði fjölmiðla og snert á Disneymenningunni. Þá verður farið ofan í hugtök á borð við vitsmunaþroska, kyngervi, staðalímyndir og kynskemakenninguna.
  Helstu niðurstöður eru þær að kvikmyndir virðast skiptast upp í tvo flokka. Í fyrsta lagi í teiknimyndir þar sem vantar stelpur en þar er umhyggjumiðuð karlmennska í forystu og konur kyngerðar í aukahlutverkum sem kærustur. Í öðru lagi teiknimyndir þar sem aðalpersónan er kvenhetja sem finnur að öllum líkindum ást. Konur á fullorðinsaldri eru líklegar til að birtast sem mæður í teiknimyndum sem deyja eða koma lítið við sögu á meðan fullorðnir karlmenn eru mikið sýnilegri í teiknimyndum.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis explores the gender manifestations in animated films. Movies allowed within the age of nine will be used, but children of this age are not matured to see hidden stereotypes, gender roles and gender inequality in films, and it is therefore interesting to explore. Thematic analysis was used to identify pattern and or themes in seven animated films. The thematic analysis is then interlinked with the key concepts of masculinity and femininity, and in previous research on gender roles and standardized gender stereotypes in films. It is mainly supported by research from Geena Davis Institute for Gender in Media, but the organization has contributed extensively to researching inequality in films over the last 13 years. Popular culture and Disney’s pop culture will also be explored. The theories in this thesis will include concepts such as cognitive development theory, gender, stereotypes and gender schema theory.
  The main conclusion in this research are that movies tend to be divided into two categories. First, in animated films where there are no girls to be seen - there are caring men in the lead and women are staring in a supporting role as the girlfriend. Secondly animated films where the protagonist is a heroine that probably finds love. Women of adulthood are likely to appear as mothers in animated films that will die or fall short in the story, while adult men are highly visible in these films.

Samþykkt: 
 • 27.2.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29727


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AndreaBjorkMollerOladottir_BA_lokaverk.pdf1.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Andrea_Bjork_Yfirlysing_2017.pdf68.43 kBLokaðurFylgiskjölPDF