is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29728

Titill: 
 • Þróun kynjajafnréttis á Alþingi
 • Titill er á ensku Development of gender equality in Althingi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er farið yfir þróun kynjajafnréttis á Alþingi. Niðurstöður hennar eru kynntar og gert grein fyrir því hvernig þróunin hefur átt sér stað. Það var enn fremur markmið og tilgangur ritgerðarinnar að skoða þessa þróun ásamt því að sjá hví þróunin sé hæg. Saga baráttunnar fyrir kynjajafnrétti spannar vel yfir hundrað ár og er henni langt frá því að vera lokið. Sagt er að Ísland sé það ríki í heiminum sem er komið hvað lengst í kynjajafnréttismálum. Þrátt fyrir það á þjóðin enn langt í land með að ná fullkomnu kynjajafnrétti.
  Unnið var að ritgerðinni með því að afla heimilda um viðfangsefni. Þær heimildir voru ítarlega rýndar til að finna út hverjar hentuðu ritgerðinni best. Niðurstöður ritgerðarinnar leiddu meðal annars í ljós að á Íslandi hafa átt sér stað fimm stór stökk hvað varðar hlutföll kvenna á Alþingi. Ástæðurnar fyrir þessum stökkum hafa þó verið mismunandi. Óhætt er að segja að þróunin í átt til kynjajafnréttis á Alþingi virðist að mestu leyti, fara vaxandi. Það má þó telja þróunina vera nokkuð hæga, sérstaklega þegar litið er til þess að heil öld sé liðin frá því að íslenskar konur hlutu kjörgengi og kosningarétt.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis was aimed at the development of gender equality on Althingi. The findings on the topic are presented and it is explained how the development has occurred. It was also the goal and purpose of the thesis to go over the development as well as to see why the development is slow. The history of the fight for gender equality spans well over a hundred years and is far from being over. Iceland is said to be the country in the world that has come the farthest regarding gender equality. Despite that the nation still has a long way to go in achieving complete gender equality.
  The thesis was done by obtaining sources on the subject. These sources were thoroughly reviewed to find the ones that were the most suitable for the thesis. Among the things that the results of the thesis led to is that in Iceland there have been five large leaps regarding women’s rate in Althingi. The reasons behind these leaps have though been different. It is safe to say that the development towards gender equality on Althingi seems for the most part, to be growing. However, the development may be seen as relatively slow, especially when it is considered that a whole century has passed since Icelandic women gained eligibility and the right to vote.

Samþykkt: 
 • 27.2.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29728


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AsdisBjorgBjorgvinsdottir_BA_Lokaverk.pdf950.8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna