Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29732
Markmið rannsóknarinnar var að skoða og ígrunda hlutverk hins fullorðna í leik barna. Einnig að skoða sýn, hugmyndir og ferli starfsfólks á leikskóla um þátttöku í starfendarannsókn. Einnig mun ég ígrunda hvernig rannsókn sem þessi getur eflt mig sem fagmann og hvernig hún nýtist mér til að byggja upp lærdómssamfélag í þeim leikskóla sem ég starfa við. Með rannsóknina ætla ég að reyna að komast að því hvernig hugmyndir þátttakenda rannsóknarinnar þróast í starfendarannsókn sem þessari og hvernig þeir horfa á hlutverk sitt í leik barna. Aðferðafræði rannsóknarinnar er starfendarannsókn þar sem þátttakendur voru fjórir starfsmenn á leikskóla að mér meðtaldri. Rannsóknin var gerð frá vori 2017 fram í miðjan nóvember sama ár. Fræðilegur bakgrunnur rannsóknarinnar byggist á hugmyndum Vygotskys og Deweys þar sem stuðst var við kenningar þeirra um nám ungra barna. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þátttakendur urðu öruggari með hlutverk sitt í leik barna og til hvers væri ætlast af þeim í gegnum rannsóknarferlið. Nefndu þátttakendur að þeir væru orðnir meðvitaðri um að leyfa börnum að leysa sjálf úr ágreiningi sem kemur upp í leik þeirra. Einnig áttuðu þeir sig ennfrekar á hlutverki hins fullorðna í leik barna, að vera til staðar og með augun á því sem var að gerast hverju sinni.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Inga Birna M.Ed..pdf | 1.11 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
inga_birna_yfirl.pdf | 177.99 kB | Lokaður | Yfirlýsing |