Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29735
Innflytjendum fjölgar á Íslandi. Við flutning til nýs lands skapast hjá þeim brýn þörf á að byggja upp félagsleg net og félagsauð sem eru þættir í aðlögun og velferð. Félagsauður felst í því að hafa félagsleg sambönd og vera laginn við að notfæra sér þau og efla. Félagsleg net samfélagsins eru mikilvæg og einstaklingar geta orðið illa úti ef þá skortir slík net. Þessi ritgerð fjallar um félagsauð ungmenna af erlendum uppruna. Hún byggir á fræðilegum heimildum sem aflað var í gegnum leitarvélar á netinu og í bókasafni. Leitast er við að svara spurningum um það hvaða hlutverk og möguleika félagsauður í aðlögun og velferð ungs fólks af erlendum uppruna hefur og hvernig fjölskyldan og skólinn geta stutt þau við að eignast, ávaxta og nýta félagsauð. Niðurstöður sýna að félagsauður gegnir mikilvægu hlutverki í aðlögun og velferð ungmenna af erlendum uppruna. Hann er nauðsynlegur til að fólk nýti hæfileika sína, bæti sína stöðu og nái félagslegum markmiðum. Foreldrar geta stutt ungmenni með því að auka sinn eigin félagsauð, nota leiðandi uppeldishætti, skapa þeim tækifæri til menntunar og félagstengsla, og varðveita móðurmálið og upprunamenningu. Skólinn getur stutt ungmenni með því að leggja áherslu á félagstengsl ekki síður en námsárangur, bæta íslenskukennslu, með fjölmenningarlegu skólastarfi og fleiru. Mikilvægt er að leita svara við því hvernig megi hlúa sem best að ungu fólki af erlendum uppruna hér á landi til að stuðla að fullri þátttöku þeirra í samfélagi og velferð.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Irena_H_Kolodziej_BA-Lokaverkefni.pdf | 1,02 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
IrenaHK_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_8.mai2017.pdf | 42,88 kB | Lokaður | Yfirlýsing |