is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29746

Titill: 
  • Hin mannlega hlið samruna, líðan viðhorf og væntingar starfsfólks
  • Titill er á ensku The human side of a merger, feelings, attitude and expectation of employees
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ágúst 2017 var starfsfólki ferðaþjónustufyrirtækisins Gray Line Iceland tilkynnt um samruna félagsins við annað ferðaþjónustufyrirtæki, Iceland Travel. Höfundur var þá starfandi sölumaður hjá fyrirtækinu og greip hugmyndina á lofti. Markmiðið þessa verkefnis er því að skoða líðan, viðhorf og væntingar starfsfólks til samruna. Leitast er eftir að skoða þá áhersluþætti sem vert er að styðjast við þegar stefnt er á samruna og auka líkur á árangri hans fyrir alla haghafa. Auk þess er skoðuð almenn starfsánægja starfsfólks Gray Line Iceland og viðhorf til einstakra þátta starfsins ef ekki yrði af sameiningu. Sú varð raunin en í lok október var starfsfólki tilkynnt um að hætt yrði við samrunann.
    Megindlegum rannsóknaraðferðum var beitt við rannsóknina og gögnum aflað með skoðanakönnun sem send var á starfsfólk með tölvupósti. Til að standa að árangursríkum samruna ætti að leggja áherslu á fagleg vinnubrögð breytingastjórnunar, samvinnu og góðan undirbúning og áætlanagerð allra stiga samrunaferlisins. Jafnframt er mikilvægt að leggja áherslu á lykilstarfsmenn, starfsmannamál, virkt og raunsætt upplýsingaflæði og að sameinuð fyrirtæki hafi yfir að búa líkri fyrirtækjamenningu, séu að svipaðri stærð og hafi svipaða framtíðarsýn.

Samþykkt: 
  • 13.3.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29746


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ÁstaSKarlsdóttir_BA_lokaverkefni.pdf1.38 MBLokaður til...24.02.2023HeildartextiPDF