Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29747
Ritgerð þessi fjallar um siðferði almannatengla í starfi. Hvers konar viðmiðum þeir starfa eftir þegar kemur að siðferðilegum álitamálum í starfi. Rannsakað er hvort viðmiðin séu formleg eða óformleg og þá er leitað svara við því hvort þeir fari síðan í raun og veru eftir slíkum viðmiðum. Til þess að ná fram svari við þessum atriðum er ritgerðin byggð á heimspekilegu efni og fræðilegu, ritrýndum fræðigreinum ásamt öðru sem gagnaðist við úrvinnslu hennar. Að auki voru tekin viðtöl við fjóra almannatengla og viðhorf þeirra til siðferðis í starfi könnuð.
Niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að almannatenglar á Íslandi starfa eftir persónulegum og óformlegum viðmiðum. Þá er misjafnt hvort þeir fylgi viðmiðunum í raun og veru í starfi. Helmingur viðmælanda sagðist gera það á meðan hinn helmingurinn benti ýmist á að þegar öllu er á botninn hvolft þá er það viðskiptavinurinn sem borgar eða að lokaábyrgðin á því sem þeir senda frá sér liggi ekki hjá þeim heldur yfirmönnum þeirra.
This dissertation covers the ethics of Icelandic professionals working in the field of public relations. It covers what kind of values they follow when facing ethical issues at work. It examines whether those values are formal or informal and whether they follow them when facing an ethical crisis. To achieve an answer to those questions in this dissertation it is based on theoretical content as philosophy, peer-reviewed articles and other material that concluded my findings. Additionally, it is based on interviews with four professionals in the field of public relations and their attitudes towards ethics at work.
The findings indicate that public relations professionals in Iceland work by informal and personal values. It differs whether they actually follow through with those values when it comes to it as half of the participants said they, while the other half either said the liability rests on the shoulders of their company directors or that when it comes down to it, ultimately the client pays for a certain service.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
IngunnHeiðaIngimarsdóttir_BA_lokaverk.pdf | 1.01 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |