is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29749

Titill: 
  • Hvað merkir hugtakið Hryðjuverk?
  • Titill er á ensku What is the meaning of the term terrorism?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Hugtakið hryðjuverk á sér langa sögu. Þrátt fyrir að hugtakið sjálft hafi ekki birst í almennri notkun fyrr en á tímum frönsku byltingarinnar, hafa hryðjuverk verið stunduð með ýmsum hætti frá upphafi siðmenningar. Á fornöldum og til miðalda fólu þau í sér slátrun almennings, harðstjóramorðum, og óréttmætum morðum fornþjóða og þegar leið á miðaldir alls kyns trúarleg hryðjuverk. Hugtakið sjálft birtist á tímum frönsku byltingarinnar þegar Robespierre kallaði sjálfan sig og stjórn sína „La terroristas“, eða „hryðjuverkamennina“, en hann lýsir notkun stjórnar sinnar á óttanum sem kennsluverkfæri.
    Eftir frönsku byltinguna breyttist hugtakið að einhverju leyti og varð að óttanum við hið óséða. Þau breyttust úr verkfæri stjórnvalda yfir í verkfæri minnihlutahópa. Rússneskir anarkistar lögðu grunnin að nútíma hryðjuverkum með baráttu sinni við að afnema ríkið. Þeir beittu sprengjutilræðum og ofbeldi gegn almenningi til að valda óreiðu og ótta í samfélaginu. Óttinn við hið óséða varð að markmiði hryðjuverkamanna. Einhver gæti ráðist gegn borgurum hvar og hvenær sem er. Hryðjuverk á 20. öldinni urðu að verkfæri þjóðfélagshópa og þjóðarbrota í baráttu þeirra til sjálfstæðis eða réttinda. Eitt helsta dæmið um slíka hópa voru IRA og ETA með sprengjuherferðum og öðrum ógnarhernaði. Á 21. öldinni urðu íslamskir hópar ríkjandi í umræðunni.
    Hryðjuverk hafa þróast úr því að vera pólitískt tól ráðandi afla, yfir í að vera vopn minnihluta gegn meirihlutanum, en í grunninn hafa þau haldist eins. Hugtakið sjálft hefur haldist sem hvers kyns

Samþykkt: 
  • 13.3.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29749


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Larus.Vilhjalmsson_BA_Lokaverkefni.pdf1.24 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna