en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2975

Title: 
  • Title is in Icelandic Nauðungarsöluheimildir 1. mgr. 6. gr. og 2. og 3. mgr. 8. gr. laga nr. 90/1991
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Hugtakið nauðungarsala kemur fyrst fyrir í lögum nr. 90/1991 um nauðungarsölu. Í nauðungarsölu felst að eign er ráðstafað í samræmi við lögin án tillits til vilja eiganda hennar á uppboði, með sölu á almennum markaði eða með því að innheimta eða innleysa andvirði hennar. Áður var notað hugtakið nauðungaruppboð, enda var það eina söluaðferðin fram að setningu nauðungarsölulaganna. Hugtakið ,,heimild” skírskotar til þeirra aðstöðu sem gerðarbeiðandi þarf að vera í til þess að geta krafist nauðungarsölu, t.d. hafa fengið gert fjárnám í eign fyrir kröfu sinni eða njóta lögveðréttar í henni. Viðfangsefni þessarar ritgerðar er þær nauðungarsöluheimildir sem er að finna í 1. mgr. 6. gr. og 2. og 3. mgr. 8. gr. laganna. Verður þó fyrst fjallað almennt um fullnusturéttarfar, flokka fullnustugerða og hugtök á sviði nauðungarsölu (2). Þá er sérstaklega vikið að sögulegum atriðum varðandi réttarfarsbreytinguna 1992 og nauðungarsölu (3). Er því næst vikið að meginviðfangsefni ritgerðarinnar, umfjöllun um nauðungarsöluheimildir (4). Skiptist sá kafli í almenna umfjöllun um nauðungarsöluheimildir (4.1), nauðungarsölu til fullnustu gjaldfallinni peningakröfu skv. 1. mgr. 6. gr. nsl. (4.2) og nauðungarsölu eignar í óskiptri sameign sbr. 2. og 3. mgr. 8. gr. nsl. Ekki er gerð grein fyrir erlendri réttarframkvæmd í sérstökum kafla heldur fléttast hún inn í umfjöllun hvers kafla fyrir sig. Þá er heldur ekki sérstakur kafli tileinkaður niðurstöðum ritgerðarinnar, enda ekki tilgangur hennar að svara fyrirframgefinni spurningu eða stafhæfingu, heldur lýsa ákveðnum lagaheimildum. Í lokaorðum ritgerðarinnar er reynt að stikla á stóru yfir helstu viðfangsefni hvers kafla fyrir sig.

Accepted: 
  • Oct 1, 2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2975


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Eybjorg_Helga_Hauksd_fixed.pdf783.5 kBLockedHeildartextiPDF