Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29751
Í þessari ritgerð verður leitast við að kanna hvaða áhrif hryðjuverkaógnin í Evrópu síðustu misseri hefur á íslenskt samfélag. Fjallað verður um einstaka og afmarkaða þætti sem snúa að hryðjuverkum og þau skilgreind. Skoðuð verða einstök hryðjuverk í Evrópu, hverjir hafa aðkomu að voðaverkunum, hvað var notað til verksins og hverjar afleiðingarnar urðu. Hvaða áhrif hefur aukinn fjöldi hryðjuverka í Evrópu á öryggi á Íslandi? Þannig hljóðar spurningin sem höfundur leggur upp með. Rýnt verður í hvort raunhæft sé að hér gætu orðið hryðjuverk á Íslandi og þá hvernig stöndum við frammi fyrir slíkri ógn?
Niðurstöður verkefnisins eru þær að hryðjuverk ógna öryggi Íslands og að líklegt má telja að hryðjuverk verði framin á Íslandi í ljósi reynslu og í samanburði við önnur vestræn ríki t.d. Norðurlöndin. Hryðjuverkamenn eru sífellt að gera sig meira gildandi og hafa aldrei verið meira áberandi og illvígir en síðustu misseri. Þeir hafa alþjóðleg áhrif á eigin vegum án aðkomu samfélags ríkja og með aðgengi og aðstoð internetsins eru hryðjuverkasamtök að hvetja einstaklinga í vestrænum löndum til að fremja hryðjuverk í búsetulandi sínu. Árásirnar í Evrópu 2015-2017 voru gerðar undir áhrifum, í tengslum við eða með vísan í Ríki Íslam eða í íslamska hugmyndafræði með einhverjum hætti. Gerendur eru aðallega ungir einstaklingar að leita að sinni eigin sjálfsmynd til að fylla í tómarúmið sem samfélagið getur ekki veitt þeim. Gremja þeirra, reiði og hatur gera þá að auðveldum markhópi fyrir hryðjuverkasamtök sem eru að valda óstöðugleika á alþjóðavettvangi og getur haft beinar afleiðingar á Ísland. Hryðjuverkin í Evrópu hafa haft áhrif á viðbrögð og viðbúnað lögreglu sem sjá má á Keflavíkurflugvelli og á stærri mannamótum sumarið 2017. Af þessu má draga þá ályktun að lögreglan á Íslandi sé undirbúin og í viðbragðstöðu og að hún telji ástæðu til að óttast það að hryðjuverk séu framin hér á landi og að öryggi landsins sé ógnað í ljósi hryðjuverka í Evrópu.
This paper aims at investigating whether terrorist threats in Europe for the past few years influence Icelandic society. Certain terrorist related concepts will be defined. Select terrorist attacks in Europe will be explored in terms of the organizations involved, which methods they used for the attacks and what the consequences were. The questions being investigated in this paper are: How is the increased number of terrorist attacks in Europe influencing the security of Iceland. How realistic it is that a terrorist attack could occur in Iceland and if so, how well prepared the country is to defend against such a threat?
The results of this research paper indicate that terrorism threatens Iceland´s security and it is likley that there‘s a reason to think that a terrorist attack will occur in Iceland. Terrorism may be committed in Iceland in the light of expererience and comparison with other Western countries, for example Nordic countries. Terrorists are constantly advancing and adjusting. They are more visible, they can independently influence others at an international level without any support from states or any public authorities. They have never been as malignant as in 2017 in Europe and with access to the internet, terrorist organizations are encouraging individuals in Western Countries to perform an act of terrorism in their country of origin. The attacks in Europe from 2015 to 2017 were performed under the influence, in connection to or in reference to the Nation of Islam. The members of the terrorist groups are mainly young individuals, looking to complete their self image where society has failed to provide. Full of resentment, grievance, anger and hate, they become an easy target for terrorist organzations that have been creating instability internationally and could affect Iceland directly. The terrorist attacks in Europe are clearly threatening the security in Iceland and it‘s reflected in how the Icelandic police is now handling security at the Keflavik International Airport in Iceland as well during large events where bigger crowds of people gathered to celebrate during the summer of 2017. From this it can be concluded that the police force in Iceland thinks there is a reason to fear terrorist attacks and that the security of the country could be threated when compared to the terrorist attacks in Europe.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hvaða áhrif hefur aukinn fjöldi hryðjuverka í Evrópu á öryggi á Íslandi?_OskHarrysVilhjalmsdottir.pdf | 1.05 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |