Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29752
Þessi ritgerð er á sviði þróunarhagfræði og í henni verður skoðaður munurinn á verkefnanálgun og geiranálgun í þróunarsamvinnu. Ritgerðin byrjar á almennri umfjöllun um þróunarsamvinnu, sögulegan bakgrunn þróunaraðstoðar og ástæðurnar sem að liggja henni að baki. Í ritgerðinni verður einnig farið yfir einkenni þróunarlanda, markmið þróunaraðstoðar og neikvæð áhrif spillingar á þróunarlönd. Báðar nálganirnar verða skýrðar og farið verður yfir kosti þeirra og galla. Til að átta sig betur á nálgununum verða tekin tvö dæmi fyrir hvora nálgun um sig. Dæmin voru valin með það að markmiði að geta sýnt fram bæði á tækifæri og áskoranir sem fylgja nálgununum. Að lokum verða ofangreind atriði dregin saman og út frá þeim verður ályktað um hvor nálgunin gefi betri raun. Í niðurstöðum var komist að því að geiranálgun hafi betri von um að ná markmiðum þróunaraðstoðar. Hins vegar bentu niðurstöðurnar einnig til þess að geiranálgun sé ekki alltaf besti kosturinn í þróunarsamvinnu og að í sumum tilfellum geti verkefnanálgun hentað betur. Báðar nálganirnar höfðu möguleikann til að bera góðan árangur eða slæman. Rannsóknin bendir til þess að lykilatriðin að árangurríkri þróunaraðstoð felist í samhljóm og góðu samstarfi á milli viðtökulands og gjafalands.
This Paper is in the field of development economics and its goal is to illustrate the difference between project approach and sector wide approach in development cooperation. The first chapters of the paper cover development aid in general, the goals of development aid and the negative effects of corruption on developing economies. Both approaches are defined and their pros and cons highlighted. For a more comprehensive view of the different approaches examples will be taken of two respective aids. The examples were chosen with the goal to depict both the challenges and opportunities involved in the different approaches. Finally, the paper will be summarized to form a conclusion of which approach works better. The conclusion was that sector wide approach has a greater chance to successfully advance the goals of development aid. However, the results of the paper indicated that sector wide approach is not necessarily always the best solution in development aid, and in some cases project approach has the potential to be more fruitful. Both approaches had the potential to succeed or fail. The results also indicated that the key to successful development aid lies in consensus and communication between the donor and the recipient.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
SkaptiJonsson_BA_Lokaverk.pdf | 1,31 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |