is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29753

Titill: 
  • Samanburðargreining á orðspori Icelandair og WOW air : greining byggð á RepTrak Pulse
  • Titill er á ensku Comparative analysis on Icelandair and WOW air reputations : analysis based on the RepTrak model
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Orðspor fyrirtækja er ein mikilvægasta eign þeirra. Hún samanstendur af ásýnd fyrirtækisins, sem er mynduð af innri hagsmunaaðilum þess, og ímynd sem samanstendur af viðskiptavinum og öðrum utanaðkomandi hagsmunaaðilum. Flugfélögin Icelandair og WOW air starfa á samkeppnismarkaði og í þessu verkefni var gerð samanburðargreining á orðspori þeirra og er hún byggð á RepTrak Pulse líkaninu. Í því líkani er orðspori skipt niður í sjö stoðir: vörur/þjónusta; nýsköpun; vinnustaður; stjórnarhættir; samfélagsleg ábyrgð og sjálfbærni; forysta; frammistaða. Niðurstöður rannsóknarinnar gáfu til kynna að Icelandair og WOW air bæru af á mismunandi stoðum líkansins, rétt eins og tilgátan sagði, þó var ekki marktækur munur á flugfélögunum í stoð forystu og tilgáta stóðst ekki á stoð vinnustaðar sem var ein af þeim stoðum sem munaði mest á milli flugfélaganna ásamt gæði þjónustu og nýsköpunar. Notuð var megindleg aðferð til að fá stærra úrtak fyrir niðurstöðurnar. Á Íslandi hefur þetta viðfangsefni ekki verið rannsakað með tilliti til notkunar með þessu líkani.

Samþykkt: 
  • 13.3.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29753


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ViktorAndersen_BA_Lokaverk.pdf986.31 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna