is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29758

Titill: 
 • Slit óvígðrar sambúðar og uppgjör fjárskipta : í hvaða tilvikum geta helmingaskipti átt við
 • Separation of a domestic partnership and the division of assets : when does a 50/50 division apply?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið ritgerðar þessarar er að varpa ljósi á í hvaða tilvikum helmingaskiptum er beitt við uppgjör fjárskipta við slit óvígðrar sambúðar.
  Veigamikill munur er á réttaráhrifum varðandi fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar annars vegar og hjúskapar hins vegar. Einskorðast sá munur af því að um hjúskap, stofnun og slit, gilda lögfestar reglur, en unnt er að stofna og slíta hinni óvígðu sambúð án þess að ákveðnum lagaskilyrðum þurfi að vera fullnægt.
  Í ritgerðinni er dómaframkvæmd krufinn til að leiða í ljós hvaða atriði Hæstiréttur horfir til og hvaða skilyrði þurfa að vera fyrir hendi svo helmingaskiptum sé beitt við uppgjör fjárskipta við sambúðarslit.
  Af samanburði dómaframkvæmdar í þeim málum, þar sem fallist hefur verið á að beita helmingaskiptum annars vegar og í þeim málum, þar sem önnur hlutdeild er dæmd, eða jafnvel alfarið hafnað hlutdeild annars sambúðarmaka í eignum hins, má sjá að heildstæð atvik á sambúðartíma skipta sköpum. Þau atriði sem einkum er horft til er eignastaða aðila við upphaf sambúðar, lengd sambúðar, fjölskylduhagir, þar með talið tilkoma sameiginlegra barna, öflun menntunar á sambúðartíma, sameiginlegur fjárhagur, svo sem tekjuöflun og tilhögun skattskila og sameiginleg not eigna. Eftir því sem fleiri atriði eru fyrir hendi, því meiri líkur eru á því að helmingaskiptum sé

Samþykkt: 
 • 13.3.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29758


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
IngiBjörnKárason_BS_lokaverk.pdf3.77 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna