is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2976

Titill: 
 • Sönnun í kynferðisbrotamálum gegn börnum
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Kynferðisbrot gegn börnum eru alvarleg afbrot, þar sem fullorðinn einstaklingur misnotar yfirburðastöðu sína gagnvart barni og brýtur gegn því á mjög grófan hátt. Þessi mál vekja iðulega upp mikla reiði og fyrirlitningu í samfélaginu, og hafa flestir sterkar skoðanir á því hvernig þau skuli meðhöndluð í réttarvörslukerfinu. Reglulega spretta upp umræður í þjóðfélaginu um þennan málaflokk, jafnt meðal löglærðra sem ólöglærðra. Markmið þessarar ritgerðar er að skyggnast inn í dómaframkvæmdina í þessum brotaflokki, kanna hvernig sönnun er háttað og komast að því hvort framkvæmdin sé í samræmi við þær reglur sem gilda á þessu sviði.
  Í upphafi þessarar ritgerðar þykir rétt að gefa yfirlit yfir þær reglur sem gilda almennt um sönnun í opinberum málum samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 (hér eftir nefnd oml.), Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 (hér eftir nefnd stjskr.) og Mannréttindasáttmála Evrópu (hér eftir nefndur MSE), sem veitt var lagagildi með lögum nr. 62/1994. Fjallað verður um hugtakið sönnun og mismunandi tegundir sönnunargagna. Þá verður einnig vikið að reglum um sönnunarfærslu, sönnunarmat og sönnunarbyrði.
  Í kafla 3 verður fjallað um skýrslutökur af börnum í kynferðisbrotamálum. Vikið verður að ríkjandi viðhorfum um sönnunargildi vitnisburðar barna í kynferðisbrotamálum auk þess sem gefið verður stutt yfirlit yfir helstu almennu reglur sem gilda um skýrslutökur af vitnum. Þá verður fjallað ítarlega um þær sérreglur sem gilda um skýrslutökur af börnum í kynferðisbrotamálum samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála, sbr. lög nr. 36/1999 um breyting á lögum um meðferð opinberra mála og reglugerð nr. 321/1999 um tilhögun skýrslutöku fyrir dómi af brotaþola yngri en 18 ára. Einnig verður litið á það hvernig tilhögunin er í raun á skýrslutökum af börnum í þessum málaflokki auk þess sem skoðað verður hvort framkvæmdin á skýrslutökum af börnum í kynferðisbrotamálum, fyrir og eftir breytingu á lögum um meðferð opinberra mála árið 1999, sé og hafi verið í samræmi við lög og reglur, þ.á.m. þær kröfur sem gerður eru í Mannréttindasáttmála Evrópu. Að lokum verður vikið að þeim ákvæðum nýrra laga um meðferð sakamála nr. 88/2008, sem varða skýrslutökur af börnum, en þau lög taka gildi 1. janúar 2009.
  Fjallað verður efnislega um ákvæði 200. – 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 (hér eftir nefnd hgl.), um kynferðisbrot gegn börnum, í upphafi 4. kafla. Í kjölfarið á þeirri umfjöllun verða reifaðir 24 dómar þar sem ákært hefur verið fyrir brot gegn ofangreindum ákvæðum.
  Að lokum verður leitast við að draga ályktanir af dómaframkvæmd og svara þeim spurningum sem vaknað hafa varðandi sönnunarstöðuna í kynferðisbrotamálum gegn börnum.

Samþykkt: 
 • 1.10.2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/2976


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hrafnhildur_Kristinsd_fixed.pdf766.68 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
Hrafnhildur_Kristinsd_Forsida_fixed.pdf46.56 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna