is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29762

Titill: 
 • Neyðarvörn : innan og utan heimilis
 • Titill er á ensku Self-defence : in and outside of home
Námsstig: 
 • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi mun fjalla um neyðarvörn, einkenni hennar og skilyrði sem og farið verður sérstaklega yfir það hvernig hægt er að beita henni inni á heimili ef að árás á sér stað þar. Einnig verður farið yfir hvort neyðarvörn leiði til refsilækkunar eða jafnvel refsileysis ef henni er beitt.
  Markmiðið með ritgerðinni er því að leitast við að varpa ljósi á hvernig hægt er að beita fyrir sig neyðarvarnarákvæði ef árás á sér stað inn á heimili sem og fjallað verður um muninn á neyðarvörn sem er beitt inni á heimili og síðan neyðarvörn sem er beitt utan þess. Sérstaklega mun dómaframkvæmd við túlkun á 12. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 vera skoðuð. Neyðarvörn má bæði finna í refsi- og skaðabótarétti en í þessari ritgerð verður hins vegar neyðarvörnin einungis skoðuð út frá refsirétti og því ekki fjallað um mögulega skaðabótaábyrgð sem getur myndast eftir að neyðarvörn er beitt.
  Viðfangsefni ritgerðarinnar er skoðað með hliðsjón af dómum, lögskýringargögnum sem og ritum fræðimanna. Þegar kom að því að velja efni fyrir ritgerðina ákvað höfundur að fjalla um neyðarvörn þar sem áhugi kviknaði á viðfangsefninu eftir að hann sat áfanga í Skaðabótarétti. En þar var meðal annars fjallað um neyðarvarnarverkið á áhugaverðan og frambærilegan hátt.
  Niðurstöður ritgerðarinnar eru á þá leið að meginspurningu ritgerðarinnar um muninn á neyðarvörn sem á sér stað inni á heimili og síðan neyðarvarnarverki sem framkvæmd er utan þess er ekki auðsvarað. Virðist það liggja svolítið í lausu lofti hve langt einstaklingur getur gengið við beitingu á varnarverkinu og virðist einstaklingurinn ekki hafa aukinn rétt til að beita fyrir sig neyðarvörn heima hjá sér. Samkvæmt lögum er því ekki gerður greinarmunur á neyðarvörn sem beitt er inni á heimili og neyðarvörn sem framkvæmd er utan þess.

Samþykkt: 
 • 13.3.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29762


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Orri_Morthens_BS_Lokaverkefni.pdf917.44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna