is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29764

Titill: 
 • Breyting á lögum um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991, með lögum nr. 142/2010 : varðandi fyrningarfrest
 • Titill er á ensku Amendment of a statute on declaration of bankruptcy etc. no. 21/1991, with law no. 142/2010 : regarding of limitations period
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið ritgerðarinnar er að svara rannsóknarspurningunni: ,,Hvaða þýðingu hafði breyting á lögum um gjalþdrotaskipti o.fl, nr. 21/1991, með lögum nr. 142/2010”. Til að komasta að niðurstöðu verður leitað svara við eftirfarandi spurningum: Nr. 1. Hver túlkun á 3. mgr. 1. gr. laga nr. 142/2010, hefur verið á þeim tíma sem liðinn er frá gildistöku laganna. Nr. 2. Hvort breytingin gilti bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki/félög. Nr. 3. Hvort fleiri fóru í gjaldþrot eftir breytinguna. Nr. 4. Af hverju breytingarlögin nr. 142/2010 hafi ekki verið endurskoðuð.
  Fyrst og fremst verður horft til breytingarlaganna nr. 142/2010 og undirbúningsgagna löggjafans, einnig lög um fyrningu kröfuréttinda nr. 150/2007. Skoðaðir verða dómar sem fallið hafa í málum sem snúa að lögum nr. 142/2010.
  Í niðurstöðum er sú ályktun dregin að fjármálahrunið 2008 hafi átt stærstan þátt í að lögin um tveggja ára fyrningarfrest voru sett til þess að gjaldþrota einstaklingar gætu rétt við fjárhag sinn. Af dómafordæmum er sú niðurstaða dregin að mest reynir á túlkun 3. mgr. 1. gr. laganna um slit á fyrningarfresti fyrir dómstólum, sem hafa túlkað ákvæðið þröngt. Og einnig að lögin giltu aðeins fyrir einstaklinga en ekki fyrirtæki. Þá er það niðurstaða greiningar að fleiri urðu gjaldþrota eftir lagasetninguna. Og í ljós kom að lögin eru enn í gildi og ekki stendur til að breyta þeim.
  Lykilhugtök: Lögfræði. Fyrningarfrestur. Gjaldþrot. Einstaklingar. Félög/fyrirtæki.

Samþykkt: 
 • 13.3.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29764


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð - Skil -Steinunn Ásta 4. des 2017 .pdf1.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna