Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2977
Ritgerð þessi fjallar um áhættugreiningu ökutækjatrygginga með áherslu á kaskótryggingar. Áhættugreiningin byggir á rannsóknum á vátryggingastofni ökutækjatrygginga Tryggingamiðstöðvarinnar hf. (TM) en félagið er með um 24% markaðshlutdeild á íslenska ökutækjatryggingamarkaðinum og endurspeglar því stofninn vel íslenska markaðsaðstæður.
Afkoma kaskótrygginga hefur ekki verið viðunandi hjá TM undanfarin ár og því kappsmál að leita leiða til að laga afkomu vátryggingagreinarinnar. Nýir greiningamöguleikar hafa skapast hjá félaginu sem hafa opnað fyrir ýtarlegri greiningar á áhættum og þeim breytum sem áhrif hafa á afkomu ökutækjatrygginga.
Unnið er útfrá eftirfarandi rannsóknarspurningu:
Geta nýir greiningarmöguleikar á afkomu ökutækjatrygginga leitt til nákvæmari og sanngjarnari iðgjaldaákvarðana og nýtast þessar nýju aðferðir í mótun nýrrar stefnumótunar ökutækjatrygginga hjá TM sem leitt getur til aukins vaxtar með markvissari markaðsfærslu ökutækjatrygginga.
Í rannsóknarvinnunni var leitast við að greina nýjar áhættubreytur sem ekki hafa verið skoðaðir áður hjá félaginu og jafnframt kannað hvort núverandi áhættugreining sé rétt og í samræmi við fyrri hugmyndir og viðhorf.
Beitt var verkfærum markaðs- og stefnumótunarkenninga til að greina TM sem og þann markað sem það starfar á og niðurstöður rannsókna notaðar til að koma með tillögur að stefnumótun fyrir ökutækjatryggingar til framtíðar.
Helstu niðurstöður eru að tækifæri eru í aðgreiningu á ökutækjamarkaði með nýrri nálgun í áhættumati ökutækjatrygginga og um leið að auka arðsemi vátryggingagreinarinnar
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Fylgiskjöl.pdf | 26.6 kB | Opinn | Fylgiskj | Skoða/Opna | |
heimilda_Einar_fixed.pdf | 83.74 kB | Opinn | Heimildaskra | Skoða/Opna | |
Meginmal_einar_fixed.pdf | 583.2 kB | Opinn | Meginmal | Skoða/Opna | |
forsíða_Einar.pdf | 68.39 kB | Opinn | Forsida | Skoða/Opna |