is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29772

Titill: 
 • Börn sem eru sein til máls: Orðaforðaþjálfun barns á þriðja ári
 • Late talkers: Vocabulary intervention for a two year old
Námsstig: 
 • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
 • Börn sem eru sein til máls hafa við tveggja ára aldur slakan orðaforða miðað við jafnaldra og/eða nota ekki tveggja orða setningar. Um 15% barna eru sein til máls og eiga þau á hættu að þróa með sér málþroskaröskun. Einkenni málþroskaröskunar hjá börnum eru erfiðleikar með tungumál sem orsakast ekki af þekktum taugafræðilegum, vitsmunalegum, skynjunar eða tilfinningalegum þáttum. Algengi málþroskaröskunar er um 7% hjá fimm ára börnum en röskun í málþroska getur m.a. valdið félagslegum- og námslegum vanda í framtíðinni. Snemmtæk íhlutun, þar sem barni með frávik í þroska er veitt viðeigandi þjónusta, getur haft jákvæð áhrif á málþroska en ekki er vitað við tveggja ára aldur hvaða börn verða síðar greind með málþroskaröskun.
  Markmið þessarar rannsóknar var að veita barni á þriðja ári, sem seint er til máls, orðaforðaþjálfun. Þjálfunin byggðist á fyrirlögn fyrir fram ákveðinna markorða sem þjálfuð voru með fjölbreytni og ákefð. Einnig voru valin samanburðarorð sem ekki voru þjálfuð. Þjálfunin fór fram tvisvar í viku og voru meðferðartímar 14 talsins.
  Niðurstöður leiddu í ljós að almennur orðaforði barnsins, sem mældur var með staðlaða málþroskaprófinu Orðaskil, jókst yfir meðferðartímabilið umfram það sem vænta mátti vegna almenns þroska. Prófanir á markorðum og samanburðarorðum voru ekki markverðar. Aðrar mælingar sýndu þó að barnið notaði markorðin meira en samanburðarorðin, bæði heima og í þjálfunartímum, og að notkun á orðunum jókst eftir því sem leið á meðferðina. Íhlutunin hafði almennt jákvæð áhrif á þá þætti málþroskans sem mældir voru með málsýnum, þótt ekki hafi verið hægt að slá því föstu að þær framfarir hafi komið til vegna íhlutunarinnar. Sú aukning sem varð á orðaforða barnsins hélst mánuði eftir að íhlutun lauk.
  Mikilvægt er að bera kennsl á seinkun í málþroska eins snemma og kostur er. Þegar búið er að bera kennsl á barn sem seint er til máls þarf í framhaldi að veita því viðeigandi örvun eða íhlutun, en þessi rannsókn bendir til að slík meðferð geti haft góð áhrif. Sambærileg rannsókn hefur ekki verið gerð á Íslandi.

 • Útdráttur er á ensku

  Late talkers are children who have low expressive vocabulary and/or do not use two word sentences at the age of two years. Approximately 15% of children are late talkers and they are at risk of developing language impairment. Language impairment in children is characterized by problems with language that cannot be explained by neurological, cognitive, sensory or emotional factors. The prevalence of language impairment in five year old children is approximately 7%. Language impairment may cause social and learning problems later in life. Early intervention, where a child receives appropriate help, can have positive effects on language development but at two years of age is not known which children are later diagnosed with developmental language disorder.
  The aim of this study was to provide vocabulary intervention to a late talker. The intervention was based on the presentation of few predetermined target words presented with variability and intensity. Control words were also chosen but not presented during therapy sessions. The intervention was delivered twice weekly for a total of fourteen sessions.
  Increase in vocabulary was measured by standardized language development test, Orðaskil. Results showed an increase beyond what is to be expected in a child with normal development. Results from target and control word testing were not of significance. However, other measures showed that the child used target words more than control words, both at home and in intervention sessions. His use of the words also increased over the intervention period. The intervention had positive effects on language development in general, measured with speech samples. However, it could not be confirmed that this was a direct result from the intervention. The child maintained vocabulary gains one month from intervention.
  It is important to acknowledge delay in language development as early as possible. After identifying a late talker, appropriate stimulation or intervention needs to be applied. This study suggests that intervention can be beneficial. This is the first time a study of this kind is implemented in Iceland.

Samþykkt: 
 • 19.3.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29772


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Marta Eydal.pdf1.06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
20180319T105945.pdf234.47 kBLokaðurYfirlýsingPDF