Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29773
Í ritgerð þessari er þróun laga um fullnustu refsinga rakin allt frá ákvæðum Jónsbókar þar sem auga fyrir auga, tönn fyrir tönn aðferðin var ríkjandi, til dagsins í dag, þar sem notast er við mannúðlegri refsiaðferðir. Mikil vitundarvakning hefur verið í samfélaginu um hversu mikilvægt það er fyrir samfélagið allt, að betrunarstefnan sé höfð að leiðarljósi í fangelsismálum. Hugmyndin að baki því að betra menn, er að koma þeim aftur út í samfélagið sem betri og bættari einstaklingum eftir að þeir hafa afplánað dóm.
Í 6. tl. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 15/2016um fullnustu refsinga er hugtakið betrun skilgreint svo: „Það sem miðar að því að gera fanga kleift að auka færni sína og lífsgæði og sporna við frekari brotastarfsemi og endurkomu í fangelsi“.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Þróun laga um fullnustu refsinga til betrunar fanga.pdf | 473.65 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |