is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29776

Titill: 
  • Hvert er inntak og gildissvið 4. gr. 7. viðauka MSE og áhrif reglunnar á íslenskan rétt með áherslu á skattalagabrot?
  • Titill er á ensku What is the scope of article no. 4 of protocol no. 7 of EHRC and what impact does the rule have on the icelandic judiciary system conserning tax violations?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ne bis in idem er hugtak á latínu sem þýðir að enginn skuli sæta refsingu tvisvar fyrir sama brot. Í nútímaréttarfari hefur þetta hugtak fest sig í sessi sem ein af grunnreglum mannréttinda og helsta birtingarmynd þess er í Mannréttindasáttmála Evrópu sem mörg ríki hafa skuldbundið sig til að framfylgja, þar á meðal Ísland.
    Löggjöf um tekjuskatt veitir íslenskum skattyfirvöldum heimild til að ljúka málum með sektargerð, endurálagningu skattstofns ásamt því að leggja viðurlög á. Þeim er einnig heimilt að vísa málum til lögreglurannsóknar sem getur leitt til útgáfu ákæru og dómsmáls í kjölfarið. Ritgerðin fjallar um þessi ákvæði í löggjöfinni og framkvæmd þeirra með hliðsjón af dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu.
    Áður fyrr ríkti mikil óvissa varðandi hvernig bæri að túlka bannið við tvöfaldri málsmeðferð og hvort það ætti við skattalagabrot hérlendis. Svo var það vorið 2017 sem úrskurður MDE var upp kveðinn og hafði hann að geyma túlkunarsjónarmið og leiðbeinandi skilyrði sem skýrðu hvort um brot á banninu væri um að ræða eða ekki.
    Var niðurstaðan sú að tvöföld málsmeðferð væri aðeins heimil að ákveðnum skilyrðum uppfylltum og væri íslenska ríkinu skylt að fara eftir því. Þannig getur verið að stjórnsýslulegri meðferð ljúki með refsingu vegna brota á skattalöggjöf, en án þess að búið sé að refsa fyrir brot á almennum hegningarlögum.

Samþykkt: 
  • 19.3.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29776


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS.ritgerð.pdf435,61 kBOpinnPDFSkoða/Opna