is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29784

Titill: 
  • „Ég er bara svo sátt í dag að það bætir upp fyrir hringlið á mér áður" Starfsferilsbreytingar á miðjum starfsferli og kenningin um óreiðu á starfsferli
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að öðlast innsýn í upplifun og reynslu fólks sem hafði átt fjölbreytilegan náms- og starfsferil en fundið sinn farveg í starfi eftir að hafa tekið u- beygju á miðjum starfsferli. Tekin voru hálfstöðluð viðtöl við sjö einstaklinga á aldrinum 33-48 ára sem höfðu skipt um starfsvettvang fyrir 3-10 árum.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að í heildina litið voru árangursríkar u-beygjur teknar vegna óreiðukenndra þátta svo sem óvæntra atburða og tilviljana. Það sem einkenndi alla viðmælendur rannsóknarinnar var opið og sveigjanlegt viðhorf til náms- og starfsferils sem hafði auðveldað þeim að koma auga á tækifæri og umbreyta tilviljunum í tækifæri á starfsferilsgöngunni. Það var þeim einnig mikilvægt að störf gæfu þeim tilgang, ánægju og gerði þeim kleift að vera trú sínum eigin gildum en það kom sterklega í ljós á nýjum starfsvettvangi. Þrátt fyrir frekar óreiðukenndan náms- og starfsferil allra þátttakenda var ekki að merkja neina eftirsjá heldur litu þeir á sinn feril sem góða reynslu sem nýttist þeim í núverandi starfi.
    Niðurstöður gætu nýst í umræðunni og rannsóknum um starfsferilsbreytingar fólks á miðjum starfsferli. Einnig er vert að hafa í huga kenninguna um óreiðu á starfsferli þegar nálgast skal ráðþega og hjálpa til við að undirbúa þá fyrir óvæntar breytingar sem gætu haft áhrif á ákvörðunartöku á starfsferli.

Samþykkt: 
  • 9.4.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29784


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Laufey Katrín.pdf963.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing pdf.pdf76.69 kBLokaðurYfirlýsingPDF