is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29798

Titill: 
  • Innleiðing EES-gerða: Skaðabótaskylda á grundvelli EES-samningsins
  • State liability under EEA law
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þann 1. janúar 1994 tók í gildi samningur um Evrópska efnahagssvæðið, með þeim samningi urðu EFTA-ríkin hluti af innri markaði Evrópusambandsins. EFTA-ríki lögðu áherslu við undirritun samningsins að í því fælist ekki takmörkun á rétti ríkja til að gera samninga né sjálfræði aðildarríkjanna til ákvarðanatöku, þ.e. að ekki yrðu teknar upp þær stjórnskipulegu grunnreglur sem gilda að ESB-rétti.
    Viðfangsefni þessarar ritgerðar er hvort að í gildi sé meginregla um skaðabótaskyldu aðildarríkja á grundvelli EES-samningsins. Til að svara þeirri spurningu verður í fyrsta lagi skoðað hvað felst í EES-samningnum og hver markmið hans eru. Meginmarkmið samningsins er að skapa einsleitt evrópskt efnahagssvæði, án þess að í samningum felist hvorki takmörkun á rétti ríkja til að gera samninga né sjálfræði aðildaríkjanna til ákvarðanatöku. Í öðru lagi er skoðað hvernig innleiðing EES-gerða fer fram og sérstaklega vikið af 7. gr. samningsins og bókun 35 við samninginn. Í 7. gr. er fjallað um hvernig markmiðinu um einsleitt evrópskt efnahagssvæðinu skuli náð. Bókun 35 á að tryggja að EES-reglur hafi forgang yfir landsrétt ef ákvæði er andstætt EES-samningnum, en þá er einungis átt við þær EES-reglur sem hafa verið innleiddar og þar með orðnar hluti af landsrétti. Því næst er skoðuð dómaframkvæmd Evrópudómstólsins þegar hann kemst að þeirri niðurstöðu að í ESB-rétti sé fyrir hendi meginregla um skaðabótaskyldu aðildarríkja vegna vanefnda eða vanrækslu sinnar á reglum ESB-réttar. Ljóst er að EFTA-dómstóllinn horfir til dómaframkvæmdar Evrópudómstólsins þó að hann byggi ekki niðurstöður sínar beinlínis á þeim fordæmum. Skoðuð er þá dómaframkvæmd EFTA-dómstólsins, þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu fyrst í máli Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur að fyrir hendi sé í EES-rétti skaðabótaskylda aðildarríkja á grundvelli EES-samningsins. EFTA-dómstóllinn byggir niðurstöðu sína á samningnum sjálfum, markmiði samningsins um einsleitni og því markmiði að tryggja réttindi einstaklinga og aðila í atvinnurekstri, svo þeir hafi úrræði til að byggja rétt sitt á ef fyrir hendi er vanræksla eða vanefnd úrræðis. Fleiri dómafordæmi EFTA-dómstólsins eru skoðuð til að varpa ljósi á hvernig hann hefur mótað meginregluna og sjá í hvaða tilfellum skaðabótaskylda telst vera fyrir hendi. Einnig er skoðuð íslensk dómaframkvæmd í kjölfar þess að óskað hefur verið eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins. Hingað til hafa íslenskir dómstólar ekki séð ástæðu til að víkja frá slíkum álitum EFTA-dómstólsins þegar kemur að umræddri meginreglu. Að lokum eru ítarlega skoðuð þau skilyrði sem uppfyllt þurfa að vera svo að skaðabótaábyrgð aðildarríkis sé fyrir hendi og hvaða skilyrði erfiðast hefur reynst að uppfylla.
    Er það niðurstaða höfundar að fyrir hendi sé meginregla um skaðabótaskyldu aðildarríkja á grundvelli EES-réttar. Skilyrði fyrir skaðabótaábyrgð eru þó matskennt og eiga eflaust eftir að mótast með komandi dómaframkvæmd.

Samþykkt: 
  • 12.4.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29798


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Innleiðing EES-gerða. Skaðabótaskylda á grundvelli EES-samningsins.pdf434.11 kBLokaður til...15.04.2030HeildartextiPDF
Yfirlýsing pdf..pdf870.45 kBLokaðurYfirlýsingPDF