Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2980
Vantrúarbylgja skall á Íslandi undir lok 19. aldar. Íslenskir menntamenn hófu gagnrýni á trúarbrögð sem einkenndust af trúarefa og trúleysi. Áhrifavaldar þeirra komu erlendis frá og var Daninn Georg Brandes í miklum metum. Róttækir ritstjórar í landinu eins og þeir Jón Ólafsson, Valdimar Ásmundsson og Þorsteinn Gíslason skrifuðu á gagnrýnan hátt um trúna og höfðu aðrar hugmyndir um guðdóminn en kirkjan hafði. Aðrir gengu lengra og gengust opinberlega við trúleysi og gagnrýndu trúna harðlega. Til dæmis um það eru Guðmundur Hannesson læknir og Þorsteinn Erlingsson skáld. Gagnrýnin losaði um trúmálaumræðu í landinu og færði boðskap kirkjunnar af þeim palli óskeikaleikans niður á plan þar sem lærðir og leikir gátu tekist á um gildi hans.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
arefi_fixed.pdf | 645 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |