is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29806

Titill: 
  • Slit fyrningar. Viðurkenning skuldara sbr. 14. gr. laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Reglur um fyrningu eru ein tegund réttarreglna sem mæla fyrir um lagaleg áhrif aðgerðarleysis. Í lögum nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda (hér eftir skammstöfuð fyrnl.) er að finna ýmis ákvæði um fyrningu almennra krafna þ.á.m. um slit á fyrningu vegna viðurkenningar skuldara sbr. IV. kafla laganna. Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar er að skoða þær reglur sem gilda um slit á fyrningu vegna viðurkenningar skuldara sbr. 14 gr. fyrnl. og áhrif þess á skuldarasambandið. Leitast verður eftir svörum við því hvað þurfi til þess að skuldari teljist hafa rofið fyrningarfrest kröfu, sem þegar hafi byrjað að líða, og hvaða áhrif það hefur á kröfuna. Skoðuð verður dómaframkvæmd, bæði úr innlendum og erlendum rétti, sem og fræðileg sjónarmið og verður afstaða tekin til álitaefna sem kunna að koma upp. Í upphafi verður til skýringarauka fjallað almennt um fyrningu sem lok kröfuréttinda, þau meginsjónarmið sem búa að baki fyrningarreglum og gildissvið fyrnl. Í 3. kafla verður fjallað almennt um slit fyrningarfrests og tilgang þeirra fyrningarreglna í íslenskum rétti. Þá verður farið yfir þau atriði sem kunna að valda því að fyrningarfrestur rofni sbr. IV. kafla fyrnl. Í 4. kafla verða raktar þær reglur og þau sjónarmið sem varða viðurkenningu skuldara á kröfu. Farið verður yfir gildissvið viðurkenningar skuldara og skilyrði þess að krafa teljist viðurkennd af hálfu skuldara. Í 5. kafla verða skoðuð réttaráhrif þess að fyrningarfresti kröfu sé slitið með viðurkenningu skuldara og í 6. kafla verða niðurstöður dregnar saman.

Samþykkt: 
  • 12.4.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29806


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð.pdf509.49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf13.18 kBLokaðurYfirlýsingPDF