is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29807

Titill: 
  • Meginreglan um milliliðalausa málsmeðferð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Meginreglan um milliliðalausa málsmeðferð hefur verið meira í sviðsljósinu undanfarið en oft áður vegna stofnunar Landsréttar. Ein af nokkrum veigamiklum röksemdum fyrir stofnun Landsréttar var sú að talið var að alvarlega væri farið á svig við meginregluna um milliliðalausa málsmeðferð fyrir Hæstarétti í lögum og réttarframkvæmd. Meginreglan hefur verið talin ein af nokkrum veigamiklum röksemdum fyrir stofnun Landsréttar. Meginreglan felur í sér að dómari sem fer með mál tekur skýrslur af ákærða og vitnum, önnur sönnunargögn eru færð fyrir hann ásamt því að hann sér um meðferð málsins nánast frá upphafi til enda. Meginreglan er þáttur í réttlátri málsmeðferð sem sækir stoð sína í 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. einnig lög um mannréttindasáttmála Evrópu nr. 62/1994.
    Í ritgerðinni verður fjallað um samspil meginreglunnar um milliliðalausa málsmeðferð við valdar meginreglur sakamálaréttarfars með tilliti til kröfunnar um réttláta málsmeðferð. Einungis verður fjallað um meginregluna um milliliðalausa málsmeðferð í sakamálaréttarfari en ekki einkamálaréttarfari. Ástæðan fyrir því er sú að þó svo að rétturinn til réttlátrar málsmeðferðar sé til staðar, bæði í einkamálum og sakamálum, þá hafa samningsríki mannréttindasáttmálans þótt hafa minna svigrúm til túlkunar þegar kemur að sakamálum fremur en einkamálum. Meginreglan er fyrir vikið mikilvægari í sakamálum. Í þessari ritgerð verður skoðað samspil meginreglunnar um milliliðalausa málsmeðferð við meginregluna um jafnræði málsaðila, meginreglurnar um munnlega og opinbera málsmeðferð, meginregluna um hraða málsmeðferð og sannleiksregluna. Samspil þessara meginreglna hefur verið talið nauðsynlegt til þess að uppfylla kröfuna um réttláta málsmeðferð.

Samþykkt: 
  • 13.4.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29807


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð_FDG.pdf451.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf31.1 kBLokaðurYfirlýsingPDF