en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/29821

Title: 
  • Title is in Icelandic Er opinber smánun á vefmiðlum refsing án laga? Réttarríki í nútímasamfélagi
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Opinber smánun (e. publich shaming/public humiliation) er samfélagsmein sem oft á sér stað á samfélagsmiðlum. Í þessari ritgerð er fjallað um þá smánun sem einstaklingar verða fyrir á opinberum vettvangi Internetsins og þær afleiðingar sem slík smánun getur haft í för með sér. Fjallað er um það hvar mörk fjölmiðla liggja og hversu skaðleg ónærgætin umfjöllun á samfélagsmiðlum getur verið. Árið 2011 var í fyrsta skiptið settur heildstæður lagabálkur um fjölmiðla með lögum nr. 38/2011. Ekki er í gildi sambærileg lagaumgjörð um samfélagsmiðla. Ljóst er að það samfélagsmein sem opinber smánun er verður ekki upprætt með einföldum hætti. Samfélagsmiðlum hefur ekki verið settur heildstæður lagarammi en almennar reglur um refsiábyrgð og skaðabótaábyrgð gilda þó að einhverju leyti. Inntak réttarríkisins er að lög séu aðgengileg, framvirk og skýr. Þá eru það einnig meginreglur í íslenskum rétti að engum skuli refsað án þess að fyrir því sé stoð í lögum og maður er saklaus uns sekt er sönnuð. Viðkomandi þarf að geta gert sér grein fyrir því hverjar afleiðingarnar háttsemi hans kunni að vera. Það getur hann gert í réttarríki þar sem hann fær réttláta málsmeðferð. Þegar einstaklingur verður fyrir opinberri smánun á Internetinu fær hann ekki þá réttlátu málsmeðferð sem réttarríkið gerir kröfu um auk þess sem álykta verður að afleiðingarnar séu ófyrirsjáanlegar.

Accepted: 
  • Apr 16, 2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29821


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA með skemmuforsíðu.pdf595.05 kBOpenComplete TextPDFView/Open
%5bUntitled%5d (1).pdf323.14 kBLockedYfirlýsingPDF