is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29822

Titill: 
  • Skipun dómara. Er sjálfstæði dómstóla tryggt með lögum?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um skipun dómara og hvort sjálfsæði dómstóla sé tryggt með lögum. Í 2. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 (hér eftir skammstafað stjskr.) er ríkisvaldinu skipt upp í löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald. Hugmyndin að baki þrískiptingu ríkisvaldsins er oft kennd við Montesquieu en samkvæmt kenningum hans myndaði dómsvaldið þriðju grein ríkisvaldsins. Dómsvaldinu var ekki ætlað veigamikið hlutverk sem hluti af ríkisvaldinu en var þó ætluð sérstök staða í stjórnskipulaginu þar sem það væri slitið úr tengslum við aðra þætt ríkisvaldsins. Líkt og lagaumhverfið á Íslandi er í dag ber ráðherra ábyrgð á að skipa dómara sbr. 14. gr. stjskr. Í ritgerð þessari verður velt upp hvort þessi ábyrgð ráðherra sé í raun og veru formlegs eðlis, með þeim afleiðingum að ráðherra beri að sjá til þess að dómsvaldið sé skipað en til þess að tryggja sjálfstæði dómstóla þá beri ráðherra að hlutast ekki til um hverjir séu skipaðir dómarar. Undirliggjandi markmið laga um dómstóla er að tryggja sjálfstæði þeirra frá öðrum greinum ríkisvaldsins, ef marka má frumvarp til laga um dómstóla nr. 15/1998, sbr. breytingarlög nr. 45/2010, sem nú má finna í lögum um dómstóla nr. 50/2016. Fjallað verður almennt um kenningu um þrískiptu ríkisvaldsins. Þá verður kannað hversu mikið traust almenningur ber til dómstóla á Íslandi í samanburði við Norðurlönd auk þess verður nánar farið í hvernig dómarar eru skipaðir í Noregi og Danmörku. Ritgerð þessi mun taka á skipun dómara bæði fyrir og eftir breytingarlög nr. 45/2010 á eldri lögum um dómstóla nr. 15/1998. Verður einnig fjallað um skipun dómara við Landsrétt og farið nánar í niðurstöðu Hæstaréttar í máli tveggja umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt, sem ekki fengu skipun við dómstólinn. Að lokum verður fjallað um hvers þarf að gæta við val á umsækjanda í embætti dómara og hvort lög um skipan dómara séu til þess fallin að tryggja sjálfstæði og traust almennings til dómstóla. Ég skrifa að lokum stuttlega um hvernig æskilegt væri að skipa í embætti dómara að mínu mati með sjálfstæði dómstóla að leiðarljósi og með tilliti til þrískiptingar ríkisvaldsins.

Samþykkt: 
  • 16.4.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29822


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing_Tamar Klara.pdf332.81 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Skipun dómara_Er hægt að tryggja sjálfstæði dómstóla með lögum_Tamar Klara.pdf591.44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna