is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29830

Titill: 
 • Afturköllun kauptilboða í fasteignakaupum. Með áherslu á fyrirvara í kaupsamningum.
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Fasteignir eru óhjákvæmilegur hluti af daglegu lífi hvers manns. Samningar um kaup á fasteignum hafa mikla þýðingu, ekki aðeins fyrir þá einstaklinga eða lögaðila, sem eiga aðild að þeim, heldur einnig þjóðfélagslega. Viðskipti með fasteignir eru ein algengustu viðskipti manna í nútíma samfélagi. Flestir einstaklingar kaupa og selja fasteignir að minnsta kosti einu sinni á ævinni og má nefna að frá ársbyrjun 2018 til skila þessarar ritgerðar hafa vel yfir 1000 kaupsamningum um fasteignir verið þinglýst . Ekki þarf að fjölyrða um þýðingu slíkra viðskipta fyrir þá sem eiga í hlut. Kaupandi er oftar en ekki að ráðstafa með slíkum kaupum mestum hluta þeirra fjármuna sem hann á. Þar að auki er hann oftast að stofna til viðamikilla skuldbindinga við lánastofnanir til að fjármagna kaupin og þannig að binda aflahæfi sitt að miklum hluta um ókomna framtíð. Vegna þess hve viðamikil fasteignakaup geta verið og fjölda þátta sem líta þarf til þarf ekki að koma á óvart að kaupendur og seljendur fasteigna grípi oft til þess ráðs að setja fyrirvara í kaupsamning fasteignar. Algengt er að slíkir fyrirvarar snúi að fjármögnun kaupanna, frekari skoðun fasteignarinnar og að sala fasteignar kaupenda gangi í gegn.
  Mikilvægt er að viðskipti með fasteignir gangi örugglega fyrir sig og löggjöf í kring um slík viðskipti sé traust. Vegna þeirra miklu hagsmuna sem í húfi eru væri réttaróvissa á þessu sviði þungbær.
  Í ritgerð þessari verður gerð grein fyrir heimildum að lögum til þess að afturkalla kauptilboð í fasteignakaupum og skoðuð skilyrði þess að slík tilboð verði afturkölluð, svo gilt sé. Til hliðsjónar af þeirri umfjöllun verður litið til gildi fyrirvara í kaupsamningum og áhrif þeirra á skuldbindingargildi samninga.
  Í upphafi verður, til aukins skilnings, stiklað á stóru um meginreglur samningaréttarins. Þar á eftir verður almennt fjallað um loforð og helst þá tegund loforða sem krefjast svars til að öðlast skuldbindingargildi, þ.e. tilboð. Í kjölfarið verður fjallað um afturkallanir þeirra. Meginefni ritgerðarinnar snýr að kaupsamningum í fasteignakaupum og verða fyrirvörum í kaupsamningum gerð sérstök skil. Þar á eftir verður fjallað um afturkallanir í fasteignakaupum og litið til úrlausna dómstóla til að gera grein fyrir álitaefnum. Að lokum verða niðurstöður dregnar saman og gerð grein fyrir helstu ályktunum.

Samþykkt: 
 • 16.4.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29830


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-AlbertG.pdf549.39 kBLokaður til...15.04.2028HeildartextiPDF
Yfirlýsing.pdf408.87 kBLokaðurYfirlýsingPDF