is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29833

Titill: 
 • Viðbótarkröfur kröfuhafa vegna líkamstjóns
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í ritgerð þessari verður kannað hver réttarstaða tjónþola er ef hann telur sig eiga rétt á viðbótargreiðslum úr hendi hins bótaskylda eftir uppgjör þeirra á milli. Lok kröfuréttinda geta borið að með ýmsum hætti og kröfuréttindum sem stofnast með bótaskyldu atviki utan samninga er iðulega lokið án þess að málið komi til kasta dómstóla. Þá næst oft og tíðum samkomulag milli aðila þar sem tjónið er gert upp. Í þeim tilfellum er oft gefin út fullnaðarkvittun frá þeim bótaskylda til tjónþola sem sönnun um að tjónþoli taki við greiðslunni og að hinn bótaskyldi fallist á að greiða hana. Við þessar aðstæður er einnig talað um svokallað fullnaðaruppgjör.
  Áhrif fullnaðaruppgjörs eru talin þau að kröfuhafi gefi til kynna að með samþykki um fullnaðaruppgjör muni hann ekki krefjast frekari greiðslu. Almennt mætti því ætla að kröfuréttarsambandi sé lokið fyrir fullt og allt eftir fullnaðaruppgjör. Sú kann ekki alltaf að vera raunin, en fyrirvarar við fullnaðaruppgjör gætu haft áhrif á rétt tjónþola til frekari bóta. Í skaðabótarétti gildir sú meginregla að tjónþoli skuli fá fjártjón sitt að fullu bætt, hvorki meira né minna. Meginregla þessi gefur til kynna að ef í ljós kemur eftir uppgjör að tjón tjónþola er meira en gengið var út frá þegar tjónið var gert upp ætti hann engu að síður að fá það sem út af standi bætt. Styðst það einnig við grunnreglu kröfuréttar að kröfuhafi eigi rétt til fullra efnda kröfu sinnar sem styðst við meginreglu íslensks samningaréttar að samninga skuli halda (l. pacta sunt servanda). Þá myndi skuldari almennt auðgast á kostnað kröfuhafa sem nemur eftirstöðva skuldarinnar ef viðbótarkrafa yrði ekki tekin til greina og því er að meginstefnu í gildi sú regla að kröfuhafi eigi rétt til viðbótargreiðslu.
  Í 11. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 (Hér eftir skammstöfuð skbl.) er heimild til handa tjónþola að taka upp ákvörðun um bætur fyrir varanlegan miska eða varanlega örorku að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.
  Þrátt fyrir útgáfu fullnaðarkvittunar virðist að með 11. gr. skbl. hafi verið lögfest ákvæði um undantekningu frá því að kröfuréttarsambandinu sem stofnaðist í upphafi hafi í raun verið lokið fyrir fullt og allt. Ákvæðið kann að virðast til þess ætlað að tjónþoli geti átt möguleika á að fá allt tjón sitt bætt. Meginreglan um viðbótarkröfur, 11. gr. skbl. og fyrirvarar við fullnaðaruppgjör getur því
  allt komið til skoðunar þegar réttur tjónþola til frekari greiðslna úr hendi hins bótaskylda eftir
  uppgjör er metin

Samþykkt: 
 • 16.4.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29833


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jóna Þórey Pétursdóttir.pdf534.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing jona.pdf843.14 kBLokaðurYfirlýsingPDF