en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/29834

Title: 
  • Title is in Icelandic Afturköllun tilboðs og tengsl við meginreglur samningaréttar um samningsfrelsi og skuldbindingargildi samninga
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Samningar og aðrir löggerningar eru grundvöllur alls viðskiptalífs og hafa þeir áhrif á samskipti manna og réttarstöðu í öllum samfélögum. Á hverjum einasta degi eru gerðir ótal samningar á Íslandi og koma margir þeirra til vegna samþykkts tilboðs. Mikilvægt er að vandað sé til verka þegar ráðist er í gerð samninga og gilda lög nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga (héðan í frá sml. eða samningalög) á sviði samningaréttar hér á landi.
    Viðfangsefni þessarar ritgerðar er afturköllun tilboðs og tengsl afturköllunar við meginreglur samningalaga um samningsfrelsi og skuldbindingargildi samninga. Í upphafi ritgerðar verður farið þessar meginreglur samningaréttar sem eru meginstoðir samningaréttarins. Því næst verður farið yfir hvað tilboð er og að því loknu gert grein fyrir loforði og ákvöð svo mögulegt sé að gera grein fyrir hvernig samningur kemst á fyrir tilstilli tilboðs og samþykkis. Í sama kafla verður einnig fjallað um samþykkisfrest tilboða, samþykki sem ekki er í efnislegu samræmi við tilboð, bindandi tilboð samanborið við hvatningu til að gera tilboð og í lok kaflans áskorun til að gera tilboð. Í fjórða kafla verður gert grein fyrir hvernig hægt er að afturkalla tilboð á grundvelli 7. gr. sml. og undantekningar frá 7. gr. sml., en einnig verður litið til dómaframkvæmdar. Í fimmta kafla verður farið yfir tengsl afturköllunar við meginreglur samningaréttar um samningsfrelsi og skuldbindingargildi samninga. Að lokum er samantekt í sjötta kafla.

Accepted: 
  • Apr 16, 2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29834


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BAHELGADILJA2.pdf467.98 kBLocked Until...2110/04/18Text BodyPDF
yfirlysinghelgadilja.pdf857.9 kBLockedYfirlýsingPDF