is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29835

Titill: 
  • Tómlætisfrestir samkvæmt 32. gr. laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup og 48. gr. laga nr. 40/2002 um fasteignakaup
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Kaup á lausafé er sá löggerningur sem er algengastur í daglegum samskiptum manna. Þau verðmæti sem ganga kaupum og sölum daglega skipta þúsundum. Lög um lausafjárkaup nr. 50/2000 (hér eftir lkpl.) eru því grundvallarlög á sviði fjármunaréttar og gætir áhrifa þeirra víða. Kaup samkvæmt lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 (hér eftir fkpl.) njóta sérstöðu að því leyti að kaup á fasteign er almennt stærsta fjárfesting einstaklinga og er verðmæti fasteignar oft margfaldar árstekjur þeirra. Því eru miklir fjárhagslegir hagsmunir í húfi fyrir einstaklinga sem kaupa sér fasteign. Aðilar að fasteignaviðskiptum eru almennt ekki sérfræðingar á sviðinu sem getur haft áhrif við mat á tilkynningarfresti ólíkt seljendum lausafjár sem oft eru sérfróðir. Hvort sem um ræðir kaup á lausafé eða fasteign geta aðilar kaupsamnings haft mikla hagsmuni af því að lögskiptum þeirra ljúki sem fyrst og sem næst réttum efndatíma. Almennt hefur verið talið að markmið kröfuréttinda sé, að sú greiðsla sem felur í sér efni eða andlag kröfuréttinda, fari fram. Þegar því er lokið er hlutverki kröfu lokið og hún líður undir lok. Endalok krafna geta þó orðið með öðrum hætti, þ.á.m. vegna aðgerðarleysis fyrir tómlæti enda æskilegt að lögskiptum ljúki sem fyrst. Reglur um tómlæti er bæði að finna á lögfestum og ólögfestum grunni. Í þessari ritgerð verður megináhersla lögð á tómlætisfresti samkvæmt lögum um lausafjárkaup og lögum um fasteignakaup en einnig verður þó litið til reglunnar í öðru samhengi til samanburðar.
    Leitast verður við að skoða tómlætisfresti laga, bæði huglæga og hlutlæga, og til hvaða sjónarmiða er litið við mat á þeim huglægu. Í fyrstu verður til skýringarauka fjallað almennt um hugtakið tómlæti, rök fyrir tómlætisfrestum og þau réttaráhrif sem tómlæti hefur í för með sér auk samspils þess við aðrar reglur um áhrif aðgerðarleysis. Þá verður í þriðja kafla fjallað um hina huglægu tómlætsfresti í lögum og til hvaða sjónarmiða litið er við mat á því hvað telst innan sanngjarns frests eða án ástæðulauss dráttar. Tekin verður afstaða til þess hvort munur sé á huglægum tilkynningarfresti 1. mgr. 32. gr. lkpl. og 1. mgr. 48. gr. fkpl. Í fjórða kafla verður litið til hinnar hlutlægu tómlætisreglu sem fram kemur í 2. mgr. 32. gr. lkpl. og 2. mgr. 48. gr. fkpl. og undantekninga frá henni vegna ábyrgðaryfirlýsinga. Í fimmta kafla verður fjallað um þá undantekningu frá huglægum og hlutlægum tómlætisfrestum að seljandi hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi eða háttsemi sem ekki er í samræmi við heiðarleika og góða trú. Að lokum verða niðurstöður dregnar saman.

Samþykkt: 
  • 16.4.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29835


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð .pdf369.63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf211.83 kBLokaðurYfirlýsingPDF