is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29836

Titill: 
  • Viðurkenning fyrningarslita krafna eftir gjaldþrotaskipti. Túlkun dómstóla á skilyrðum 3. mgr. 165. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Aðal viðfangsefni þessarar ritgerðar er að kanna hvernig dómstólar hafa túlkað skilyrði 3. mgr. 165. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. fyrir því að fá viðurkennd fyrningarslit með dómi. Ákvæðið var sett í lög árið 2010 með breytingalögum nr. 142/2010 og var markmiðið með lagasetningunni að auðvelda þrotamönnum að koma fjármálum sínum í rétt horf í kjölfar efnahagskreppunnar sem skall á Ísland haustið 2008.
    Frá því breytingalög nr. 142/2010 voru sett hafa ekki fallið mörg dómsmál þar sem reynt hefur á túlkun 3. mgr. 165. gr. gjaldþrotaskiptalaga. Einna helst hefur Lánasjóður íslenskra námsmanna látið reyna á ákvæðið fyrir dómstólum til að kanna hvort hann uppfylli skilyrðin til að fá fyrningu slitið með viðurkenningardómi.
    Í ritgerðinni verður til að byrja með fjallað almennt um slit fyrningar. Því næst verður fjallað um breytingalög nr. 142/2010 og þá sérstaklega vikið að því í hverju breytingarnar felast, hvert markmið þeirra er og hin nýja löggjöf borin saman við löggjöf annarra landa. Í kjölfar þeirrar umfjöllunar verða skoðuð skilyrði 3. mgr. 165. gr. gjaldþrotaskiptalaga sem uppfyllt þurfa að vera til að fá fyrningu samkvæmt 2. mgr. sömu greinar slitið með viðurkenningardómi. Leitast verður við að varpa ljósi á hvað það er sem til þarf þannig að skilyrði greinarinnar teljist vera uppfyllt með nefndarálit meiri hluta allsherjarnefndar og dóma Hæstaréttar til hliðsjónar. Eftir þá umfjöllun verður fjallað stuttlega um 3. málsl. 3. mgr. 165. gr. laganna og einnig verður leitast við að svara þeirri spurningu hvort ákvæði 165. gr. gjaldþrotaskiptalaga gildi um ábyrgðarmenn. Að lokum verða niðurstöður ritgerðarinnar dregnar saman.

Samþykkt: 
  • 16.4.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29836


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Viðurkenning fyrningarslita krafna eftir gjaldþrotaskipti - Fjóla Hreindís .pdf599.58 kBLokaður til...16.04.2020HeildartextiPDF
16042018104527.pdf222.44 kBLokaðurYfirlýsingPDF