is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29839

Titill: 
  • Að brúa aldursbilið: Tengsl kynslóða við starfsánægju, forspá um vinnu og hollustu við vinnustaðinn
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Á vinnumarkaði í dag eru samankomnar ólíkar kynslóðir og ólíkt fyrri tíma verða þær lengur starfandi saman. Rannsókn þessi veitir innsýn í tengsl kynslóða vinnumarkaðarins við starfsánægju, hollustu við vinnustaðinn og forspá um vinnu. Vefræn spurningakönnun var lögð fyrir sem innihélt íslenska þýðingu á starfsánægjukvarðanum job satisfaction survey. Þátttakendur voru 363 starfsmenn Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að ekki var marktækur munur milli kynslóða og upplifun þeirra af starfsánægju. Hins vegar fannst marktækur munur á milli kynslóða á hollustu við vinnustað og forspá til vinnu eftir mánuð og tvö ár. Þáttagreining var framkvæmd fyrir starfsánægjumælitækið og níu undirþættir fundnir. Samhliða margvítt miðlunarmódel (e. parallel multiple mediator model) var framkvæmt og leiddu niðurstöður í ljós marktækan kynslóðamun á hollustu við vinnustaðinn þegar miðlað var í gegnum einn af undirþáttum starfsánægju, þ.e. eðli vinnu. Að lokum var tvöfalt miðlunarmódel (e. double mediation model) framkvæmt til að greina hvort að það væri munur milli kynslóða á hollustu við vinnustað ef miðlað væri í gegnum bæði forspá um vinnu eftir mánuð eða tvö ár. Niðurstöður tvöfalda miðlunarmódelsins sýndu að marktækur munur var á milli kynslóða og hollustu við vinnustað þegar miðlað var í gegnum forspá um vinnu eftir mánuð.

Samþykkt: 
  • 17.4.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29839


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mastersritgerd_loka_pdf.pdf1.97 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf3.19 MBLokaðurYfirlýsingPDF