is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29844

Titill: 
  • Þróun mannauðs í litlum og meðalstórum fjölskyldufyrirtækjum
  • Titill er á ensku Human resource development in small and medium-sized family companies
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða fræðslu- og þróunarmál lítilla og meðalstórra íslenskra fjölskyldufyrirtækja. Notast var við eigindlega aðferðafræði og tekin sjö viðtöl. Skoðað var samspil fjölskyldu og starfsins, þarfagreiningu, nýliðamóttöku, hvort fræðslustjóri væri til staðar, frammistöðumat, helstu hindranir fræðslu og framtíðaráætlanir þróunar mannauðs hjá fjölskyldufyrirtækjunum. Niðurstöður leiddu í ljós að mismunandi var eftir fjölskyldufyrirtækjum hversu mikið hugað var að þróun mannauðs hjá þeim. Athugað var hvernig nýliðamóttöku var háttað og það kom í ljós að öll fjölskyldufyrirtækin nota fóstrakerfi til að taka á móti og kenna nýjum starfsmönnum. Helmingur fyrirtækjanna bauð nýliðum sínum einnig að fara á nýliðanámskeið stuttu eftir að þeir hófu störf. Tvö fyrirtæki rannsóknarinnar voru lítil með 10 til 49 starfsmenn og fjögur fyrirtæki voru meðalstór með 50 til 249 starfsmenn. Athugað var hvort munur væri á fræðslumálum fjölskyldufyrirtækjanna eftir því hvort þau væru lítil eða meðalstór. Það kom í ljós að stærðargráða fyrirtækjanna hafði ekki áhrif á gæði fræðslu og þjálfunar. Einnig var athugað hvort fjöldi fjölskyldumeðlima hefði áhrif á þróun mannauðs hjá fyrirtækjunum. Ekki fannst neinn munur á því hvernig þróun mannauðs var háttað hjá fjölskyldufyrirtækjunum eftir því hversu hátt hlutfall fjölskyldumeðlima var starfandi í fyrirtækinu. Fyrirtækjunum sex var skipt í þrjá hópa eftir því í hvaða atvinnugrein þau voru. Tvö framleiðslufyrirtæki, tvö verslunar- og þjónustufyrirtæki og tvær fiskvinnslur og sölufyrirtæki. Það kom í ljós að fiskvinnslu- og sölufyrirtækin tvö sinntu þróun mannauðs verst af þessum þremur hópum. Þar var engin formleg fræðsla fyrir starfsmenn fyrir utan einstaka íslenskunámskeið. Allt nám sem fór fram var óformlegt, engin þarfagreining var til staðar og engin starfandi fræðslustjóri eða mannauðsstjóri. Almennt var lítið hugað að fræðslu og þróunarmálum hjá fiskvinnslu- og sölufyrirtækjunum. Niðurstöður sýndu einnig að framleiðslufyrirtækin tvö huguðu mest að þróun mannauðs af þessum þremur atvinnugreinum. Niðustöður rannsóknarinnar gefa vísbendingu um hvernig þróun mannauðs er hjá litlum og meðalstórum fjölskyldufyrirtækjum hér á landi en ljóst er að þörf er á frekari rannsóknum á þessu sviði.

Samþykkt: 
  • 23.4.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29844


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þróun mannauðs í litlum og meðalstórum fjölskyldufyrirtækjum - Lokaskjal.pdf1.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf6.13 MBLokaðurYfirlýsingPDF