is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2985

Titill: 
  • Tómstundir án aðgreiningar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar upplifun foreldra af tómstundastarfi ungmenna sinna með fötlun
    og möguleika þeirra til þátttöku í tómstundastarfi með ófötluðum jafnöldrum sínum.
    Tekin voru hálfopin viðtöl við fimm mæður stúlkna með fötlun. Niðurstöðum
    rannsóknar eru studdar með heimildaöflun. Markmið rannsóknarinnar er að skoða
    tómstundir út frá hugtakinu skóli án aðgreiningar. Athugað var hvað mæðurnar
    teldu mikilvægt í tómstundum og vera orsakir félagslegrar einangrunar.
    Rannsóknarspurningar voru: Hver er reynsla og upplifun mæðra af tómstundum
    dætra sinna með fötlun? Hverjar telja mæðurnar vera orsakir félagslegrar
    einangrunar dætra sinna? Starfa tómstundir sem stúlkurnar eru í án aðgreiningar að
    mati mæðranna? Þörf er á tómstundaúrræðum fyrir hóp barna með fötlun.
    Mæðurnar voru ekki sammála hvort tómstundir ættu að starfa eftir aðgreiningu eða
    blöndunarstefnu. Mæðurnar vilja að tómstundastarf eftir skólatíma sé
    grunnþjónusta. Skortur á stuðningi í tómstundum án aðgreiningar hamlaði því að
    dætur þeirra gætu tekið þátt. Stúlkurnar voru flestar félagslega einangraðar. Að vera
    í tómstundum fyrir þær er að vera með vinum. Til að efla félagslegan veruleika
    stúlknanna þyrfti að opna almenn tómstundaúrræði og bjóða upp á stuðning, til þess
    að efla sjálfstæði, vellíðan og sjálfsímynd. Orsakir félagslegrar einangrunar eru að
    lítið er í boði fyrir stúlkurnar á sviði tómstunda og stuðning skortir til þess að þær
    geti tekið þátt.

Samþykkt: 
  • 4.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2985


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_Kristjana_Jokumsen_lokaskil_fixed.pdf404.95 kBLokaðurHeildartextiPDF