Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29851
Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að skoða umfang og eðli fyrirspurna sem berast eitrunarmiðstöð Landspítala, meta skráningar og ráðleggingar í tengslum við verklagsbreytingu þann 1. mars 2017 og kanna viðhorf lækna og lyfjafræðinga sem svara í síma eitrunarmiðstöðvarinnar til starfsumhverfis síns.
Aðferðir: Gögn fengust úr gagnagrunni eitrunarmiðstöðvar fyrir tímabilið 1. janúar 2010 – 31. desember 2017, með handvirkri yfirferð skráningareyðublaða frá 1. mars 2017 – 28. febrúar 2018 og með rafrænum spurningalista til svarenda eitrunarmiðstöðvar.
Niðurstöður: 2,57 fyrirspurnir voru skráðar á hverja 1000 íbúa á ári á árunum 2010 – 2017. 30,8% fyrirspurna bárust vegna 1-3 ára barna. Drengir eru fleiri í öllum aldursflokkum til 12 ára aldurs, en stúlkur og konur eru fleiri frá 13 ára aldri. Efnafyrirspurnir eru algengari til 6 ára aldurs, en lyfjafyrirspurnir í öllum eldri aldursflokkum. Flestar fyrirspurnir berast á milli kl. 16:00 – 20:00, frá heimilum og flokkast sem óhöpp. Skráning starfsstéttanna á lyfja- og efnafyrirspurnum er í samræmi við heildarhlutfall svaraðra fyrirspurna þeirra. Læknar á bráðamóttöku skrá 10 breytur af 13 hlutfallslega oftar en lyfjafræðingar. 67,7% ráðlegginga reyndust í samræmi við leiðbeiningar en ekki var hægt að álykta um 25,5%. Aðeins 28,6% svarenda hlutu þjálfun áður en þeir hófu símsvörun í eitrunarmiðstöð. 60% svarenda telur rafrænt skráningarfyrirkomulag ákjósanlegast. Lyfjafræðingar voru marktækt áhugasamari um starfið og undir minna vinnuálagi samanborið við hina hópana. Niðurstöðurnar gefa vísbendingu um að þeim sem hlutu ekki þjálfun vegni verr í starfinu.
Ályktanir: Niðurstöðurnar gefa til kynna að forvörnum vegna eitrana barna þurfi helst að beina inn á heimilin, með áherslu á geymslu og umgengni við efni sem geta verið skaðleg börnum. Algengustu fyrirspurnir eitrunarmiðstöðvarinnar eru ekki í samræmi við algengustu tilfelli í rannsóknum á eitrunum sem koma til meðferðar á bráðamóttökum. Rúmlega 70% svarenda á bráðamóttöku upplifa vinnuálag sitt aukast mikið við símsvörun eitrunarmiðstöðvar. Að mati svarenda er þjálfun ábótavant og þörf á nýju skráningarfyrirkomulagi.
Objective: To evaluate the nature and range of inquiries to the Icelandic Poisons Information Centre, the registration and advice given and the views of the employees regarding their working environment, with emphasis to recent change in procedure.
Methods: Registrations from 1st January 2010 – 31st December 2017 were received from the Poisons Information Centre’s database. Data was collected manually from registration forms from 1st March 2017 – 28th February 2018. A question form was sent to employees answering inquiries for the Poisons Information Centre over the same period.
Results: The rate of inquiries to the Poisons Information Centre was 2,57/1000 population per year in 2010 – 2017. 30,8% of inquiries involved children 1-3 years old. For inquiries involving children 12 years old and younger a male predominance was seen, but for those involving teenagers and adults, a female predominance was observed. Chemical inquiries were more frequent in children 6 years old and younger, but pharmaceutical inquiries were predominant in all other age groups. The highest number of exposures occurred in the afternoon, at home and were accidental. The doctors performed better in filling out the registration forms, completing 10 of 13 parameters more frequently than the pharmacists. 67,7% of advice given was in accordance with recommendations in TOXBASE. 28,6% of employees received training before they first answered the Poisons Information Centre’s phone. 60% of employees believed that an electronic registration system would be more beneficial. Pharmacists were significantly more interested in the work and under less workload stress compared to the other groups. The results suggest that those who did not receive training had a harder time answering inquiries.
Conclusion: The results indicate that preventative measures for child poisonings needs to be directed at the homes. The most frequent inquiries to the Poisons Information Centre differ from the most frequent cases reported in research on poisonings presenting for treatment to emergency departments. Over 70% of emergency department doctors experience a considerable increase in workload stress when answering poison inquiries. New employees perceive their training as insufficient.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaskil_GS_Skemman.pdf | 2,42 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing_GS.pdf | 285,86 kB | Lokaður | Yfirlýsing |