is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29852

Titill: 
 • Parasetamóleitranir á Landspítala. Umfang og eðli þeirra og verklag við meðhöndlun.
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að skoða umfang parasetamóleitrana út frá árlegu nýgengi frá 2010-2017. Auk þess var eðli parasetamóleitrana kannað, hvort kynið er í meiri áhættu og hvaða aldurshópar eru í mestri áhættu. Að lokum var verklag við meðhöndlun parasetamóleitrana skoðað og afdrif sjúklinga.
  Aðferðir: Rannsóknarsnið var aftursýn lýsandi rannsókn þar sem upplýsingar voru fengnar úr gagnagrunni Landspítalans um allar parasetamólmælingar sem framkvæmdar voru óháð aldri á Landspítalanum á tímabilinu 1. janúar 2010 - 31. desember 2017. Mælingarnar voru flokkaðar í tvo mismunandi flokka, þá sem voru með mælingar lægri en 66 µmól/L og svo 66 µmól/L eða hærri. Sjúklingum var flett upp í sjúkraskrám og safnað var frekari upplýsinga um þá sem uppfylltu viðmið parasetamóleitrunar.
  Niðurstöður: Parasetamóleitranir voru alls 542 yfir 8 ára tímabil, frá 2010-2017. Árlegt nýgengi eitrana fór lækkandi úr 26/100.000 íbúa árið 2010 í 25/100.000 árið 2017. Mesta hækkun í nýgengi átti sér stað árin 2012 og 2016 en það var talið tilviljunarkennt. Konur í aldurshópi 16-25 ára með sjálfsskaða í huga voru í mestri hættu á parasetamóleitrunum. Karlar, 65 ára og eldri voru líklegri til þess að vera með eitrun vegna óhapps. Eitrunum vegna óhapps fór fjölgandi en þeim fylgja verri afdrif. 43% sjúklinga fengu meðhöndlun með NAC en 35% þurftu ekki á meðferð að halda. 5,4% sjúklinga fengu lifrarbilun og sex (1,1%) sjúklingar létust þar sem parasetamól átti hlut í dánarorsök.
  Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að parasetamóleitranir í sjálfsskaðandi tilgangi eru algengastar hjá konum í aldurshópi 16-25 ára en líklegt þykir að meginástæðan fyrir þessu er auðvelt aðgengi að parasetamóli. Eitranir af völdum óhapps voru líklegri til að eiga sér stað í körlum eldri en 65 ára þar sem afdrifin voru verri. Flestir sjúklingar voru með góðar útkomur en aukning í lifrarbilunum og dauðsföllum er áhyggjuefni. Upplýsingagjöf og fræðsla heilbrigðisstétta er gríðarlega mikilvæg til þess að efla forvarnir um notkun parasetamóls.

 • Útdráttur er á ensku

  Objectives: The aim of this study was to examine the extent of paracetamol poisonings based on annual incidence from 2010-2017. In addition the nature of these poisonings was explored, which gender and age groups are at more risk. Finally the treatment of poisonings was studied and patients' outcome.
  Methods: A retrospective descriptive study was conducted. Information about all serum paracetamol concentrations measured, covering period from 1. january 2010 - 31. december 2017, were retrieved from the electronic medical record system at the National University Hospital of Iceland. The concentrations were classified in two different groups, concentrations lower that 66 µmol/L and concentrations 66 µmol/L or higher. Patients' medical records were examined and further information was gathered regarding those who met the critera of paracetamol poisoning.
  Results: Altogether there were 542 cases of paracetamol poisonings during an 8 year study period, 2010-2017. Annual incidence declined from 26/100.000 per inhabitants in 2010 to 25/100.000 in 2017. A rise in poisonings occured in 2012 and 2016 which was thought to be random. Females at the age 16-25 years with intentional overdose were at the highest risk whereas males 65 years and older were more likely to overdose by accident. Accidental overdoses increased following worse outcome. 43% of the patients received NAC but 35% did not need any treatment. 5,4% patients developed paracetamol-induced liver injury and six died where paracetamol contributed in cause of death.
  Conclusions: Results show that intentional paracetamol poisonings are most common in females 16-25 years old and possible cause is due to easy access of paracetamol. Accidental overdoses were more likely to take place in males, 65 years and older following worse outcome. Most patients had favourable outcomes but increase in morbidity and mortality is of concern. Health care professionals play an important role in providing information to patients regarding maximum dosage and to ensure awareness.

Samþykkt: 
 • 25.4.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29852


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerð Skemman.pdf1.65 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing ÞAF.pdf278.39 kBLokaðurYfirlýsingPDF