is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29853

Titill: 
  • Landlistasinnar. Hvernig landlist getur haft áhrif á náttúrumeðvitund áhorfanda.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Viðkvæmni og hverfulleiki náttúrunnar er áberandi í samfélaginu nú á tíðum, enda maðurinn hennar helsta ógn og áminning er nauðsynleg eigi hún að endast okkur dagana. Í þessari ritgerð verður sýnt fram á hvernig landlist getur ýtt við náttúrumeðvitund og náttúrusamkennd áhorfanda, jafnvel að honum óspurðum og ómeðvituðum. Helsta hugtakið sem styður undir þá tilgátu er venslalist; hvernig samtöl myndast hjá áhorfendum um verk sem breiðast svo út í samfélagið, leggja mögulega land undir fót og á vit þess óendanlega þökk sé veraldarvefnum. Styðst verður við heimildir frá Ólafi Elíassyni, Nicolas Bourriaud, Claire Bishop, Joseph Beuys og mörgum fleirum, meira eða minna. Konseptlist er einnig mikilvæg í samhengi við landlist en sýnt verður fram á hvernig þessar listastefnur vefjast oft hvor um aðra og eru hálf óaðskiljanlegar. Sjónrænar upplifanir almennt, allt frá vísindalegum staðreyndum og til almennra hugleiðinga, verða teknar fyrir og mikilvægi sýnar sett í samhengi við annars konar meðtökur. Fjögur ólík landlistaverk þriggja listamanna, Walter De Maria, Rúrí og Marco Evaristti, verða skoðuð ítarlega og lesið úr þeim á þann hátt sem styður undir tilgátuna á fleiri en einn máta og útskýrir mismunandi upplifanir áhorfenda sem eru allajafna spennandi, óvæntar og áhrifamiklar. Ólíkar upplifanir áhorfenda leiða að ólíkum samtölum sem skilja þá eftir í íhugun og skapar þeim hlutdeild í verkinu vegna þátttöku þeirra sökum samtalsins. Íhugunin leiðir af sér aukna umhverfisvitund og knýr áhorfanda mögulega til aðgerða gegn náttúruspjöllum þaðan í frá og um ókomna tíð.

Samþykkt: 
  • 25.4.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29853


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA finale finale 2 - Yfirlesin pdf.pdf1.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemmuskjal.pdf426.05 kBLokaðurYfirlýsingPDF