is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29857

Titill: 
  • Arðgreiðslustefnur og eiginfjárhlutföll íslenskra banka. Samanburður við norræna banka
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á undanförnum árum hafa íslensku bankarnir greitt út vænan arð. Bæði Íslandsbanki og Landsbankinn hafa verið með skýr langtímamarkmið varðandi arðgreiðsluhlutföll, þ.e. hversu mikill arður er greiddur vegna hagnaðar sl. reikningsárs sem er að jafnan kallaður almennur arður. Sömuleiðis hafa íslensku bankarnir þurft að auka lágmarks eiginfjárkröfur og eiginfjárviðmið síðustu ára vegna aukinna krafna Fjármálaeftirlitsins um fjármálastöðugleika.
    Markmið þessarar ritgerðar er tvíþætt. Annars vegar að kanna hugtakið arðgreiðslustefna (e. dividend policy) og hvort íslensku bankarnir fylgi ákveðinni arðgreiðslustefnu eins og arðgreiðsluhlutfalli. Hins vegar að kanna hugtakið eiginfjárhlutfall banka (e. capital adequacy ratio) og auknar kröfur um eigið fé banka sem Basel-nefndin, (e. Basel Committee on Banking Supervision) fer fram á ásamt Fjármálaeftirlitinu.
    Tekið er fyrir fyrirkomulag arðgreiðslna íslensku bankanna og hvort að þeir setja sér markmið varðandi arðgreiðsluhlutfall sem má finna í bæði ársreikningum og tillögu aðalfundar. Í framhaldinu er tekið fyrir regluverk sem íslensku bankarnir þurfa að uppfylla varðandi eiginfjárhlutföll og samanburður gerður milli íslensku bankanna. Að lokum er gerður samanburður á arðgreiðsluhlutfalli og eiginfjárhlutfalli íslensku bankanna við valda banka á Norðurlöndunum.
    Helstu niðurstöður eru þær að bæði Íslandsbanki og Landsbankinn hafa greitt út hefðbundinn almennan arð á hverju ári þar sem Landsbankinn hefur verið með stöðugt arðgreiðsluhlutfall upp á 70 - 80% undanfarin ár og 40 - 50% hjá Íslandsbanka sem er í fullu samræmi við langtímamarkmið þeirra, að fráskilinni arðgreiðslu Íslandsbanka árið 2018. Annað gildir um Arion banka enda lýtur hann öðru eignarhaldi. Niðurstöður eru einnig þær að eiginfjárstaða bankanna er sterk þar sem meðaltal eiginfjárhlutfalls á árinu 2017 var 25% eða nokkuð yfir eiginfjárreglum Fjármálaeftirlitsins. Arðgreiðsluhlutföll íslensku bankanna og norrænu bankanna fylgdust nokkuð vel að en eiginfjárhlutföll íslensku bankanna voru talsvert hærri yfir tímabilið.

Samþykkt: 
  • 25.4.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29857


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_ArthúrKristinnSvansson.pdf423.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Meðferð lokaverkefnis.pdf16.65 kBLokaðurYfirlýsingPDF