is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29858

Titill: 
 • Kostnaðargreining á meðferð með lyfinu nivolumab samanborið við pemetrexed í annarrar línu meðferð við langt gengnu kirtilmyndandi lungnakrabbameini sem er ekki af smáfrumugerð, staðbundnu eða með meinvörpum
 • Titill er á ensku Cost-effectiveness analysis of treatment with nivolumab compared to pemetrexed in 2nd line treatment of advanced nonsquamous non-small cell lung cancer, locally advanced or metastatic
Námsstig: 
 • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
 • Markmið: Markmið rannsóknarinnar er að bera saman kostnað og ávinning eldri krabbameinslyfjameðferða við kostnað og ávinning nýrri krabbameinslyfja-meðferða sem notaðar eru til að meðhöndla fólk með lungnakrabbamein sem er ekki af smáfrumugerð (NSCLC).
  Aðferðir: Um er að ræða afturskyggna rannsókn þar sem þýði rannsóknarinnar eru einstaklingar með NSCLC lungnakrabbamein sem hafa fengið fyrstu línu krabbameinslyfjameðferð en sjúkdómur versnað á meðan lyfjameðferð stóð eða eftir að henni lauk svo grípa þurfti til annarrar línu meðferðar. Erlendar rannsóknir sem hafa verið gerðar um líðan og lifun sjúklinga á þeim lyfjum sem eru til athugunar í þessari rannsókn verða skoðaðar og niðurstöður þeirra notaðar til að áætla lengda lifun og líðan sjúklinga í umræddum meðferðum.
  Niðurstöður: Af fimmtíu og fjórum sjúklingum voru fimmtíu sjúklingar sem reyktu eða höfðu reykt við greiningu. Meðal meðferðarlengd sjúklinga sem fengu meðferð með nivolumab var 7,3 mánuðir samanborið við 4,0 mánuði í tvílyfjameðferð með carboplatín og pemetrexed og 2,9 mánuðir í einlyfjameðferð með pemetrexed. Umfram kostnaður ónæmismeðferðar með nivolumab miðað við hefðbundna meðferð er rúmlega 6,3 milljónir á ári fyrir hvern sjúkling. Sjúklingar sem fengu meðferð með nivolumab sóttu sjaldnar þjónustu á bráðamóttöku og innlagnardagar þeirra á LSH voru færri.
  Ályktun: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að meðferð með nivolumab getur lengt líf, fækkað komum á bráðamóttöku og fækkað innlagnardögum miðað við krabbameinslyfjameðferð með pemetrexed. Stigvaxandi kostnaðarhlutfall (ICER) var reiknað og reynist vera 9,2 milljónir á ári þegar miðað er við árs meðferð. Engin kostnaðarviðmið hafa verið gefin út hér á landi. Samkvæmt niðurstöðum virðist ónæmismeðferð með nivolumab við langt gengu lungna-krabbameini vera kostnaðarhagkvæm miðað við pemetrexed ef miðað er við kostnaðarviðmið Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) en ekki ef miðað er við kostnaðarviðmið í Svíþjóð.

 • Útdráttur er á ensku

  Objective: The objective of the study is to compare the cost and benefits of traditional chemotherapy with the cost and benefits of newer immunotherapy used to treat patients with advanced non-small cell lung cancer (NSCLC).
  Methods: This is a retrospective study where the study population consists of patients with NSCLC who received first-line chemotherapy but whose disease progressed during or subsequent to chemotherapy so second-line therapy had to be utilised. Foreign studies of the qality of life and survival of patients using the drugs examined in this study will be reviewed and their conclusions used to estimate the increased qality of life and survival of patients undergoing the treatments in question.
  Results: Of the fifty-four patients, fifty were smokers or had been smokers when they were diagnosed. The mean treatment duration of patients treated with nivolumab was 7.3 months compared to 4.0 months for combination therapy with carboplatin and pemetrexed and 2.9 months for monotherapy with pemetrexed. The excess cost of immunotherapy with nivolumab compared to traditional treatment is just over ISK 6.3 million per year for each patient. Patients treated with nivolumab visited the emergency ward less frequently and their length of stay at LSH was shorter.
  Conclusion: The results of the study indicate that treatment with nivolumab can extend life, reduce emergency ward visits and reduce hospital stays compared to chemotherapy with pemetrexed. The incremental cost-effectiveness ratio (ICER) was calculated and turned out to be ISK 9.2 million for one year treatment. No cost-effectiveness threshold has been issued in Iceland. The results indicate that immunotherapy with nivolumab for advanced lung cancer is cost-effective compared to pemetrexed according to the WHO’s cost-effectiveness threshold but not according to the Swedish cost-effectiveness threshold.

Samþykkt: 
 • 25.4.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29858


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð-Lokaútgáfa+Forsíða-PDF.pdf1.95 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing karen.pdf308.2 kBLokaðurYfirlýsingPDF