is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29864

Titill: 
 • Vöruþróun lyfjaforms á húð: Þróun hýdrógela og stöðugleiki vaxtarþátta í hýdrógelum
 • Titill er á ensku Development of a topical dosage form: Development of hydrogels and stability of growth factors in hydrogels
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Inngangur: Húðin er stærsta líffæri mannsins. Ysta lag hennar kallast hornlag og er það hraðatakmarkandi hindrun fyrir gegndræpi húðarinnar. Meðal algengustu útvortis lyfjaforma eru krem og hlaup. Við þróun á útvortis lyfjaformum þarf að huga að mörgum þáttum. Þættir sem horft er til eru útlit, lykt, dreifanleiki, áferð og stöðugleiki. Einnig skiptir stöðugleiki og eiginleikar virka innihaldsefnisins máli. Stöðugleikapróf eru því mikilvægt skref við þróun útvortis lyfjaforma. Útvortis notkun próteina hefur aukist en noktun þeirra fylgja margar hindranir og áskoranir, þá sérstaklega hvað varðar stöðugleika og aðgengi. Útvortis noktun á EGF vaxtarþáttum hefur sýnt góðan árangur við að stuðla að yngingu húðar ásamt því að hraða græðslu sára.
  Markmið: Meginmarkmið rannsóknarverkefnisins var að þróa stöðugt lyfjaform á húð og fylgjast með stöðugleika EGF vaxtarþátta í þeim.
  Aðferðir: Framleidd voru bæði krem og hvít hýdrógel og var EGF-i komið fyrir í valdar formúleringar. Auk þess sem gert var mat á útliti, lykt og áferð formúleringa voru framkvæmd skilvindupróf, hitastigsálagspróf, geymsluþolspróf og seigjustigsmælingar. Stöðugleiki EGF var metinn út frá niðurstöðum „Sandwich“ ELISA-mælinga. Fylgst var með stöðugleika EGF í kremum og hýdrógelum við 4°C, 23°C og 37°C.
  Niðurstöður: Erfiðlega gekk að þróa stöðugt krem þar sem EGF brotnaði hratt niður í því. Hvít hýdrógel komu mun betur út úr stöðugleikaprófum og ELISA- mælingum heldur en krem. EGF mældist stöðugast í hýdrógelum sem innihéldu TiO2.
  Umræður og ályktanir: Niðurstöður verkefnisins benda til þess að EGF sé fremur óstöðugt í kremum. Hiti við framleiðslu og innihaldsefni krema hafa líklega áhrif á það en þörf er á frekari rannsóknum til að sanna það. Hýdrógel komu mun betur út heldur en krem og gáfu niðurstöður rannsóknar vísbendingar um hvaða hjálparefni reynast best. Prófa þarf fleiri formúleringar yfir lengri tíma til að velja bestu formúluna.

Samþykkt: 
 • 25.4.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29864


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MSritgerð-Þórdís-skemma.pdf4.73 MBLokaður til...25.04.2068HeildartextiPDF
yfirlysing_thordis.pdf441.36 kBLokaðurYfirlýsingPDF