Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29866
Sýkingar á húð er algengt vandamál og geta stafað af völdum ýmissa sýkla eins og baktería, veira og sveppa. Ónæmi gegn sýklalyfjum er eitt af alvarlegustu heilsufarsvandamálum í heiminum. Því er þörf á að þróa nýjar aðferðir og lyf sem hafa ólíkan verkunarmáta þannig að sýklar eigi erfiðara með að mynda ónæmi gegn þeim. Fitursýrur og 1-mónóglýseríð hafa sýnt fram á örverudrepandi virkni gegn bakteríum, hjúpuðum veirum og sveppum sem sýkja húð og slímhúð. Mónókaprín og mónólárín sem finna má í brjóstamjólk hafa verið rannsökuð í tengslum við örverudrepandi virkni þeirra og eru eitt af mest rannsökuðu mónóglýseríðunum gegn bakteríum, sveppum og veirum. Vegna sérkennilegs verkunarmáta þessara örverudrepandi fituefna er ólíklegt að sýklar myndi ónæmi gegn þessum efnum samanborið við sýklalyf. Fyrri rannsóknir á mónókapríni og mónóláríni hafa sýnt að þessi efni eru örugg í notkun og valda ekki ertingu eða óþægindum á húð.
Þessi rannsókn er hluti af stærri rannsókn. Markmið rannsóknarinnar var að skoða áhrif og virkni örverudrepandi úða sem innheldur mónókaprín og mónólárín á fjórar tegundir sýkinga, það er sýkingu á húð, sýkingu á milli táa, sýkingu á illa loftræstum svæðum og ristil veirusýkingu. Vegna tímatakmarka náðist einungis að safna 24 þátttakendum með sýkingar á illa loftræstum svæðum og tveimur þátttakendum með sýkingar á milli táa. Af þeim sem voru með sýkingar á illa loftræstum svæðum fengu 12 meðferð með örverudrepandi úða og 12 með lyfleysu. Bein áhrif úðans voru metin með örverusýnum og ljósmyndum af sýkta svæðinu fyrir og eftir meðferð. Niðurstöður sýna að örverudrepandi úðinn hafði mikil áhrif á sýkta svæðið á einni viku en það kom þó á óvart hvað lyfleysan hafði einnig mikil áhrif en enginn tölfræðilegur marktækur munur var á hópunum. Út frá þessum niðurstöðum er erfitt að draga ályktun um örverudrepandi virkni mónókapríns og mónóláríns umfram lyfleysuna.
Skin infections are a common problem that is caused by various pathogens such as bacteria, viruses and fungi. However, antibiotic resistance is one of the most serious health threats in the world. Therefore there is a need to develop new treatments and drugs that use new mechanims of action, that pathogens cannot develop resistance for, or considered to be very unlikely. Glycerides, containing short chain fatty acids, like 1-monoglycerides have shown antimicrobial activity against various types of bacteria, enveloped viruses and fungi, that infect skin and mucosa. Monocaprin and monolaurin, which are found in human breast-milk, have been investigated for their antimicrobial activites and are the most studied monoglycerides against a long list of microbials. Due to the different mechanism of action of these antimicrobial lipids, it is unlikely that the pathogens are able to develope resistance against these compounds, as towards antibiotics. Previous studies have shown that monocaprin and monolaurin are safe and have not shown any irritation and discomfort to the skin.
This study is part of a larger project, where the aim is to examine the effect and activity of monocaprin and monolaurin, formulated as an antimicrobial spray, on four different types of infection: skin infection; athlete´s foot; intertrigo; and shingles. Due to the time limit, only one clinical center was used and it was only possible to collect 24 participants with intertrigo and 2 participants with athlete´s foot. Of those who had intertrigo 12 received treatment with the antimicrobial spray and 12 with placebo. The direct effects of the sprey were assessed by sampling microbial swap and photographs of the infected area before and after the treatment. Results show that the antimicrobial spray had a major effect on the infected area, eliminating the pathogens over a course of one week. However, suprisingly, the placebo had also significant effect and in this study there was no statistically significant difference between these two groups. It seem that the excipients used in the placebo group was able to induce antimicrobial activity, although monocaprin and monolaurin was omitted.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð í lyfjafræði- Sara Rut.pdf | 144.74 MB | Lokaður til...01.01.2028 | Heildartexti | ||
yfirlýsing um meðferð lokaverkefni- Sara Rut.pdf | 1.23 MB | Lokaður | Yfirlýsing |