Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29867
Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að skoða sýklalyfjanotkun sjúklinga með iktsýki, sóragigt og hryggikt fyrir og eftir fyrstu meðferð með TNFα (e. Tumor Necrosis Factor, alpha) hemlunum, infliximab, etanercept, golimumab og adalimumab.
Aðferðir: Gögnum um 948 gigtarsjúklinga sem hófu líftæknilyfjameðferð á árunum 2005-2015 var safnað úr ICEBIO. Úr Lyfjagagnagrunni Embættis landlæknis var afgreiðslum allra sýkingalyfja sem tekin eru um munn safnað frá því tveimur árum áður en meðferð hófs og þar til tveimur árum eftir. Fyrir hvern sjúkling voru valin fimm viðmið úr þjóðskrá, á sama aldursári og kyni, og safnað var öllum afgreiddum sýkingalyfjum safnað fyrir yfir sama fjögurra ára tímabil. Sýkingalyfjanotkun var skoðuð út frá DDD, fjölda ávísana og hefðbundnum íslenskum meðferðarskömmtum.
Niðurstöður: Sýkingalyfjanotkun gigtarsjúklinga var tvöföld lyfjanotkun viðmiðanna. Sýkingalyfjanotkun sjúklinganna fór úr því að vera 19,2 DDD á ári í að vera 18,0 DDD á árið að meðaltali eftir að hefja líftæknilyfjameðferð en með því að taka út berklalyfin sést að notkunin fer úr 15,6 DDD í 17,4 DDD eftir að meðferð með TNF hemlum hefst. Megnið af berklatilfellum er meðhöndlað áður en líftæknilyfjameðferð hefst, 71,9% af DDD, berklalyfja ATC flokkur J04, eru afgreidd áður en byrjað er á TNF hemla meðferð. Sjúklingar fengu 1,35 afgreiðslur á ári áður en meðferð hófst en 1,68 eftir útsetningu fyrir TNF hemli.
Ályktanir: Notkun TNF hemla eykur notkun sýkingalyfja en það er ekki munur á milli infliximab, etanercept, golimumab og adalimumab. Sjúklingar með ótilgreinda liðbólgu notuðu marktækt meira af sýkingalyfjum en PsA og AS sjúklingar. Ekki var munur á sýkingalyfjanotkun eftir fyrstu líftæknilyfjameðferð á milli sjúkdóma. Sveppalyfjanotkun eykst hjá konum með RA og veirulyfjanotkun eykst í öllum sjúklingahópunum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerd_Kristin_Perla.pdf | 1,44 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Doc 25 Apr 2018, 13_35.pdf | 419,6 kB | Lokaður | Yfirlýsing |