Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29875
Saga greiðslukorta á Íslandi spannar 35 ár. Þrátt fyrir hraða tækniþróun og miklar vinsældir rafrænna greiðslumiðla meðal Íslendinga hefur staða peningaseðla haldist sterk í samfélaginu.
Ástæðan fyrir vali á ritgerðarefni var forvitni höfundarins um það hvort velta greiðslukorta hafi einhver áhrif á magn peninga í umferð hverju sinni. Höfundur hefur fylgst með því í erlendum fréttum um Norðurlönd, þá sérstaklega Svíþjóð, að svo virðist sem Svíar séu á góðri leið með að verða fyrstir til að búa til reiðufjárlaust samfélag (e. cashless society). Með því að skoða tengingu á milli kortaveltunnar hverju sinni og peningamagns í umferð er leitast við að skoða hvort Ísland sé líklegt til að feta í þau fótspor.
Í byrjun ritgerðarinnar er farið yfir langa sögu greiðslumiðlunar á Íslandi, allt frá landnámi til dagsins í dag. Fjallað er um breytingar á mynt og seðlum og sagt frá því hvernig öll framleiðsla fluttist til landsins. Auk þess að fara yfir 250 ára sögu hefðbundinna peninga er farið yfir það hvernig sívaxandi tækniþróun 20. aldar og sérstaklega uppfinning greiðslukorta hefur breytt miklu á fjármálamarkaði.
Í öðrum kafla er farið yfir tölfræði sem tengist peningamagni í umferð frá því greiðslukort komu til landsins en auk þess eru lagðar fram upplýsingar um kortaveltu á síðustu 20 árum og fjölda virkra korta frá efnahagskreppunni. Markmiðið er að kanna hvort tengingu sé að finna milli þessara gagna. Leitast er við að útskýra og finna orsök breytinga milli tímabila. Síðast en ekki síst verður farið yfir kosti og galla annars vegar reiðufjár og hins vegar greiðslukorta.
Að lokum er umfjöllun um þær tilgátur sem lagðar eru fram í upphafi ritgerðarinnar með það markmiði að svara þeim. Út frá gefnum tölfræðilegum upplýsingum og ríkri reiðufjársögu Íslands verða greindar tengingar milli kortaveltunnar og peningamagns í umferð og út frá þeim niðurstöðum er spáð fyrir framtíð íslensks samfélags. Auk þess fer höfunudur yfir það atriði sem honum fannst áhugavert að komast að við ritgerðarvinnuna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Greiðslumiðlar á Íslandi - lokaskil.pdf | 302.55 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlysing Skemman.pdf | 298.73 kB | Lokaður | Yfirlýsing |