Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29876
Ýmis málfræðileg atriði geta haft áhrif á val á framsöguhætti og viðtengingarhætti í íslensku. Háttanotkun getur t.d. stjórnast eða orðið fyrir áhrifum frá merkingarflokki sagnar í móðursetningu, samtengingum, tíð eða neitun. Stundum miðast háttanotkun svo við tiltekna merkingu sem ætlunin er að koma á framfæri. Í íslensku er viðtengingarháttur notaður við sérstakar aðstæður, t.d. til að tákna von eða álit þess sem talar. Framsöguháttur táknar aftur á móti yfirleitt staðreyndir eða staðhæfingar.
Í þessari ritgerð er rætt um rannsókn sem sýnir að háttanotkun er á reiki þar sem yngri málnotendur eru líklegri en aðrir til að samþykkja nýjungar sem ekki samræmast málhefð. Þetta styður ýmsar aðrar rannsóknir á háttanotkun í íslensku. Ein möguleg ástæða málbreytinga af þessu tagi er breyting á ílagi. Breytt samfélagsgerð á Íslandi og aukin áhrif ensku gætu verið til marks um breytt ílag þar sem ílag á ensku hefur e.t.v. aukist á kostnað íslensku. Markmið þeirrar rannsóknar sem hér er fjallað um er að kanna hvort breyttar aðstæður og breytt ílag geti orðið til þess að hraða málbreytingum sem þegar eru hafnar í íslensku. Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að svo sé en þeir sem nota mikla ensku eru líklegri en aðrir til að samþykkja nýjungar í háttanotkun sem ekki samræmast málhefð. Fylgni á milli enskuílags og óhefðbundinnar háttanotkunar bendir til að breytt ílag og aukin enskunotkun í íslensku málsamfélagi geti haft áhrif á málbreytingar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
elinthlokaverkefni.pdf | 1.21 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
BWRAP_iR-3_0510_001.pdf | 39.64 kB | Lokaður | Yfirlýsing |